Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 72
310 D VÖL Hátíð á fjöllum Eftir Hlöðver Sigurðsson skólastjóra. I Við erum á leið til fjalla. Við komum að austan eða vestan, það gildir einu. Takmarkið er Hellis- heiði. Þar er háfjallahátíð 1 dag. Sólin og heiðblár himinn setja há- tíðasvip á náttúruna og blessaður snjórinn er hvítur og hreinn. Enn- þá fyllir hann þó lautirnar, en hann hefir átt erfitt uppdráttar undanfarna daga. Það hefir verið herjað á hann bæði af sól og regni, og hann hefir látið undan síga á brúnum og hæðadrögum og skíða- brautin var orðin auð, svo að bera varð á hana snjó. Það er þetta, sem ýmsum finnst ganga glæpi næst. Uppreisn gegn ársældinni og veðurblíðunni, jafnvel storkun við sjálf náttúruvöldin. Mannfjöldinn streymir að úr ýmsum áttum, líkt og ótal lækir, er renna saman í eina elfi og mynda stórkostlega hringiðu. Miðdepill þessarar hringiðu er krókótt braut í snjón- um, eða eiginlega snjórák, sem liggur í krókum og bugðum milli auðra hæðadraga í brattri fjalls- hlíð. Þarna er svigbrautin afmörk- uð með veifum. Fólkið ræðir um brautina, veðrið og daginn og veginn, og hér er fólk af ýmsu tagi. Þarna er nú t. d. hann kunningi okkar frá í fyrra, með gormbindingamar um hálsinn og er að bera á skíðin sín. Hann vandar sig eins og hann getur og prófar rennslið, því að hann ætlar sér að verða fyrstur í svigkeppn- inni. Þarna er líka litli bróðir á furuskíðunum sínum með „Balata“ böndin. Þegar hann er orðinn stór ætlar hann-----það var nú annars leyndarmál, sem hann trúir eng- um fyrir. Þarna er pabbi og mamma að sjá, hvernig synin- um vegnar í keppninni. Þau standa þarna bústin og sjálfs- ánægð í nýjum skíðabúningum og með skíði, sem þau stíga ekki á. En þarna er líka hann afi gamli í vetrarfrakka og skíðalaus, en hann átti nú samt skíði, þegar hann var drengur fyrir norðan, og þá stóð enginn betur brekkurnar en hann. Þá var maður nú ungur! Honum finnst það vera hann sjálfur, þegar hann sér drengpatta koma á fleygiferð niður snjóskafl; hann er aftur orðinn ungur. En hann hrekkur allt í einu upp úr þessum dagdraumum og verður eins og dálítið vonsvikinn. Hann kannast ekki við þessa sveigju. Þetta var þá bara ókunnugur strákur. En nú er tilkynnt, að erlendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.