Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 74
312
D VOL
ur lífsins í kringum þá virðist láta
þá ósnortna. Fyrst hefst söngur.
Það er sungið um bláfjallageiminn
og það, hve frjálst er í fjallasal.
En svo er líka sungið um ofurlítið
æfintýri, sem gerðist út við himin-
bláu, bláu, bláu, bláu, bláu sundin,
um litlu Reykjavíkurmeyna og
káta karla, sem fóru til fiskiveiða
frá Akranesi, og margt fleira. Þeg-
ar allir eru orðnir hásir af að
syngja, setjast stúlkurnar í hring
og piltarnir raða sér fyrir aftan
þær, en einn stóllinn er auður. Nú
er byrjað að,,blikka“.Sá,sem stend-
ur við auða stólinn, reynir að seiða
til sín einhverja fallega stúlku, en
allir reyna að halda sínu. Þá eru
nokkrir teknir inn í flugfélagið,
sem er reyndar ofurlitill, mein-
laus hrekkur. En nú kemur kokk-
urinn með spegil og lofar hverjum
sykurmola að verðlaunum, sem
sagt getur óhlæjandi, meðan hann
horfir í spegilinn: „Ó, hvað ég er
falleg, eða fallegur“ eftir því hvort
við á. Og þetta er ótrúlega erfitt.
Jafnvel fallegustu stúlkurnar geta
ekki sagt þetta upphátt, nema
hlæjandi. Þær vilja þó gjaman
heyra þetta af vörum karlmann-
anna. En nú kemur spegillinn til
þingmannanna. Þeir lýsa hátíð-
lega yfir því, hvað þeir séu fallegir,
og stekkur ekki bros, fremur en
þótt þeir væru að fara með tölur úr
landsreikningum. Skyldu þeir hafa
skrökvað fyrr? En nú vill einhver
heyra draugasögur. Ljósið er slökkt
og skíðakennarinn segir hroðalega
draugasögu, sem oft mundi hafa
nægt til að vekja óp og óstyrk í
taugunum, en hún verkar ekki á
fólkið. Taugaveiklun og móður-
sýki virðist hafa verið skilið eftir
í byggðinni. Og þá er bezt að nota
tækifærið og syngja meðan tími
er til. „Fyrr en varir æskuárin líða,
og ellin kemur með sín gráu hár“.
Þeir, sem ætla að keppa næsta dag,
vilja fara að sofa. Uppi á lofti eru
teknir fram svefnpokar og farið að
tína af sér spjarirnar. Dýnurnar
eru ekki einu sinni nógu margar
handa stúlkunum, svo að það er
sýnilegt, hvaða hlutskipti bíður
karlmannanna. Innan skamms
heyrist aðeins rólegur andardátt-
ut skíðamannanna. Ef til vill
dreymir þá um svig og brekku-
skrið. Eða þeir svífa í draumi
beint út í himingeiminn. Hver veit?
III
„Það er rok, rok, ég ræ ekki, ræ
ekki, ræ ekki, rok, rok, ég ræ ekki,
ræ ekki í dag.“ Hvílíkur morgun-
sálmur. En nú er komið það, sem
ekki er betra en rok. Það er komin
hellandi rigning, og þó verður að
róa í dag. Nú er seinasti dagur
skíðamótsins, og á að keppa í
stökkum. Keppendurnir eru á-
hyggjufullir út af stökkbrautinni.
Annars er skapið í bezta lagi hjá
flestum. Menn sinna nauðsynleg-
um morgunstörfum — matast,
taka fram skíðin sín og bera á þau
tjörukenndan áburð. Það er sungið
og raulað við verkið eða kastað