Dvöl - 01.10.1939, Side 77
DVÖL 315
Risinn eig'ingjarni
Eftir Oscar Wilde.
Sagan (eða æfintýrið), er hér birtist,
hefir áður verið þýdd á íslenzku. En þar
sem þessi þýðing mun vera betri en hin
eldri og sú þýðing nú í fárra manna
höndum, þótti rétt að láta Dvöl geyma
þessa fögru frásögu hins ástsæla enska
stórskálds í þýðingu Þórodds Guðmunds-
sonar kennara að Eiðum. Um höfundinn
er dálítið sagt á bls. 353 í 4. árg. Dvalar.
Á hverju kvöldi, þegar börnin
voru komin úr skólanum, léku þau
sér í garði Risans.
Það var stór og yndislegur garð-
ur með grænu, mjúku grasi. Á víð
og dreif gægðust upp úr því yndis-
leg blóm, sem helzt minntu á
stjörnur. Þar voru líka tólf ferskju-
tré, sem blómguðust fagurlega á
vorin og báru ríkulega ávexti á
haustin. Fuglarnir sátu í trjánum
og sungu svo þýðlega, að börnin
voru vön að hætta leiknum og
hlusta á þá. „En hvað við erum
hamingjusöm," sögðu þau fagnandi
sín á milli.
Dag nokkurn kom Risinn. Hann
hafði verið í heimsókn hjá vini
sínum, sem líka var tröll, og var
búinn að dvelja hjá honum í sjö
ár. Þegar þessi sjö ár voru liðin,
hafði hann sagt frá öllu, sem hann
gat sagt, því að samræðum þeirra
voru takmörk sett. Og hann ákvað
að fara aftur til kastala síns. Þeg-
ar hann kom, sá hann að börnin
voru að leika sér í garðinum.
„Hvað eruð þið að gera hér?“
kallaði hann mjög höstum rómi.
Börnin lögðu á flótta.
„Garðurinn minn er þó alltaf
minn garður,“ sagði Risinn; „það
ættuð þið að geta skilið, og ég
banna öllum að leika sér í honum
nema sjálfum mér.“ Síðan byggði
hann háan múrvegg umhverfis
garðinn og festi upp auglýsingar-
spj ald:
ÞEIM, SEM BRJÓTAST INN,
VERÐUR HEGNT.
Þetta var mjög eigingjarn risi.
Vesalings börnin gátu nú hvergi
leikið sér. Þau reyndu að leika sér
á götunni, en hún var bæði rykug
og steinótt, og þeim féll það ekki
í geð. Þau voru vön að reika um-
hvefis háa múrinn, þegar skól-
anum var lokið á daginn. Þá töluðu
þau um það sín á milli, hve yndis-
legt væri inni í garðinum. „En
hvað það væri gaman að vera þar,“
sögðu þau.
Vorið kom, og um allt landið
voru lítil blóm og litlir fuglar. En
í garði Risans eigingjarna var
ennþá vetur. Fuglarnir vildu ekki