Dvöl - 01.10.1939, Side 80
318
DVÖL
Árin liðu, og Risinn varð gamall
og lasburða. Hann var hættur að
geta leikið sér lengur og sat nú
í geysimiklum hægindastól, gætti
barnanna á meðan þau léku sér og
dáðist að garðinum sínum. „Ég á
mörg fögur blóm,“ sagði hann, „en
börnin eru fegurst allra blóma.“
Vetrarmorgun einn leit hann út
um gluggann sinn, þegar hann var
að klæða sig. Hann hataði ekki
veturinn nú orðið, því að hann
vissi, að veturinn var ekkert ann-
að en sofandi vor og hvíldartími
fyrir blómin.
Allt í einu fór hann að núa aug-
un af tómri undrun og starði fram
fyrir sig. Þetta var sannarlega
undursamleg sýn. í fjærsta horni
garðsins var tré alþakið yndisleg-
um, hvítum blómum. Greinar þess
voru gullnar og á þeim héngu silf-
urlitir ávextir, en við rætur trésins
stóð litli drengurinn, sem hann
elskaði.
Pagnandi hljóp Risinn niður
stigann og út í garðinn. Hann flýtti
sér yfir grasflötinn til barnsins. Og
þegar hann leit á andlit drengsins,
varð hann bólginn af reiði og
sagði: „Hver hefir dirfzt að særa
þig?“ Því að á lófum drengsins voru
för eftir tvo nagla, og á litlu fót-
unum hans voru einnig tvö nagla-
för. „Hver hefir dirfzt að særa
þig?“ hrópaði Risinn; „segðu mér
það, svo að ég geti náð í sverð
mitt og drepið hann.“
„Nei,“ sagði barnið, „því að þetta
eru sár Kærleikans.“
TækifærisYÍsnr
í síðasta hefti var þess getið, að nokkrir
vinir Dvalar hefðu sent henni lausavísur
um ýmis efni. Og af því að margir hafa
gaman af tækifœrisvísum, þá skulu nokkr-
ar þeirra birtar hér. Og koma þá fyrst
fáeinar vísur eftir Ólínu Jónasdóttur úr
Skagafirði:
Um roskna konu, sem skyndilega varð
bráðástfangin, kvað hún þetta:
Ást ei fipast enn sitt starf,
úr þér hripar gigtin,
og í svipan einni hvarf
árans piparlyktin.
Hagyrðingur á Sauðárkróki kastaði
fram við Ólínu þessum vísuhelmingi:
Aldrei sá ég ættarmót
með eyrarrós og hrafni.
Ólína botnaði:
Þó er allt af einni rót
í alheims gripasafni.
„Hver ert þú?“ spurði Risinn.
Hann varð gripinn undarlegri lotn-
ingu og féll á kné fyrir framan
litla barnið.
En drengurinn brosti við Risan-
um og sagði við hann:
„Einu sinni leyfðirðu, að ég léki
mér í garðinum þínum; í dag áttu
að koma með mér inn í garðinn
minn, sem er í Paradís.“
Og þegar börnin voru að leika
sér seinna um daginn, fundu þau
Risann, þar sem hann lá undir
trénu. Hann var dáinn og alþakinn
hvítum blómum.
Þóroddur frá Sandi þýddi.