Dvöl - 01.10.1939, Page 82
320
DVÖL
háfa „boðið stúlku upp“ á dansleik, en
hún neitaði að dansa við hann. Þá mœlti
Gísli, er hann kom til sætis síns:
Prá armaveldi ungmeyjar
er ég hrelldur fældur.
Nú er eldur æskunnar
orðinn heldur kældur.
Þessi vísa kvað vera eftir Steingrím
Baldvinsson bónda að Nesi í Aðaldal:
Meydómurinn mesta þykir hnoss
á meðan hann er þetta í kringum tvítugt,
en verður stundum þungur kvalakross,
ef kemst hann nokkuð teljandi yfir þrítugt.
Þessar tvær sláttuvísur hafa borizt til
Reykjavikur eftir hagyrðinga á Austur-
landi:
Þótt veröld hendist endum á
og öllum lendi saman,
við skulum slá og við skulum slá,
við skulum slá — á gaman.
Og:
Ólafur rær og Ólafur hlær.
Ólafur værðar nýtur.
Kolbeinn slær og Kolbeinn slær;
Kolbeinn slær — og bítur.
Gömul vísa:
Auðnuslyngur einn þá hlær,
annar grætur sáran,
þriðji hringafold sér fær,
fjórða stinga dauðans klær.
Sjálfslýsing Sveins í Elivogum:
Plest hef ég gleypt, en fáu’ af leift,
fengið sleipt úr mörgu hlaði.
Selt og keypt og stömpum steypt,
stundum hleypt á tæpu vaði.
Kristinn Bjarnason kvað:
Enn er blóðið í mér heitt,
enn er glóð í svörum.
Enn er hljóðið ekki breytt,
enn er Ijóð á vörum.
Baldvin Halldórsson, er síðar fór til
Vesturheims, átti litla stúlku utan hjóna-
bands. Við hana kvað hann:
Skýrleikssólar sjá má .vpttinn,
sem hér bólar á.
Samt í óláns akri sprottin
ertu, fjólan smá.
Sléttubandavísa eftir Kr. Sæmundsson:
Svalur Frosti kyssir kinn,
kelur brostin stráin.
Dalur lostinn syrgir sinn
sumar-kostinn dáinn.
Heimslystarvísa, mun vera ort af presti:
Renna fleyi um reiðan sjá,
ríða eins og gapi,
þjóra og dufla þernum hjá
— það er mér að skapi.
Þessi vísa var ort í haust í tilefni af
útkomu ljóðabókarinnar „Skriðuföll" eftir
Guðm. Geirdal:
Liggja rotuð leirskáld öll,
líkin bíða í valnum.
Það voru skaðleg skriðuföll,
sem skullu úr Geiradalnum.
Haraldur Zóphóníasson kveður:
Bar ég forðum betra geð
— blíðu skorðast arður —
Ég er orðinn árum með
eins og norðangarður.
Verður lifið unun ein,
ofið geislabaugum,
þegar ástin himinhrein
hlær í tryggum augum.
Mínum lífs á leið'um skín
ljósið bjarta, skæra.
Mér er heilög minning þín,
mærin hjartakæra.
Tjarnir frjósa, haustsins hlær
héla á rós og stráum.
Norðurljósin loga skær
lofts á ósi bláum.
Annar höfundur kveður:
Yfir harma sollinn sjá
sé ég bjarma af vonum,
meðan varmann finn ég frá
fyrstu armlögonum.
Lífsreynsla. Þessi visa er talin vera
ein síðasta vísa Einars Benediktssonar:
Gengi er valt þar fé er falt,
fagna skalt í hljóði.
Hitt kom alltaf hundraðfalt,
sem hjartað galt úr sjóði.