Dvöl - 01.10.1939, Síða 84

Dvöl - 01.10.1939, Síða 84
322 DVÖL enda virðist árangurinn einatt eftir því, ef þá um nokkurn árangur er að ræða. Ófáir verða líka til þess, bæði í ræðu og riti, að fetta fingur út í snyrtingu þjóð- arinnar, einkum þó kvenþjóðarinnar, auð- vitað. Hún noti feiknin öll af fegrunar- lyfjum, en kunni lítt með þau að fara o. s. frv. (í vitund margra er „fegrun og snyrting" nefnilega sama og „púður og krem“, eða réttar sagt notkun þess.) Ýmislegt af þessari gagnrýni er á rökum reist, og orsakir þess eru vitanlega marg- Víslegar. Við skulum vona, að skortur á fræðslu eigi sinn stóra þátt í því, sem ábótavant er, og þá hefir Kristin Ólafs- dóttir læknir stigið spor í áttina til úr- bóta með þýðingu nýrrar bókar um þessi efni eftir ungan og vafalaust mjög hæfan kunnáttumann. Bókin skiptist í tvo aðalkafla. Fyrri hlutinn snýst um „almenn atriðí", t. d. sögu og hlutverk fegrunarlistarinnar, gerð og starfsemi húðarinnar, fegrunarlyf, mataræði, leikfimi og íþróttir, loftslag o. fl. o. fl. Ennfremur eru í þessum hluta kaflar um snyrtingu hárs og nagla, munns og tanna o. s. frv. í síðara hlutanum eru „sérstök atriði" tekin til meðferðar, ýmsir sjúkdómar, varnir gegn þeim og lækning. Má þar m. a. nefna blóðrásartruflanir i húð, húðkvilla, sem stafa af sýklum, svitatruflanir, fæð- ingarbletti, hárlos, óeðlilegan hárvöxt, of- fitu o. fl. Eins og sjá má af þessu, kennir hér margra grasa, og er víst um það, að í bókinni er fjöldi góðra bendinga, sem verða þyrftu á vegi sem flestra, einkum þó unglinganna, sem allra manna helzt vilja „halda sér til“, en skortir gagnrýni og þroskaðan smekk til þess að velja og hafna af eigin ramleik. (Bókin er m. a. tilvalin fermingargjöf.) Þegar til ýmissa hinna „sérstöku atriða" kemur, má vitaskuld deila um það, hvað heima eigi i bók, sem almenningi er ætluð til fræðslu og leiðbeininga í þessum efn- um. Ég býst við, að nokkuð margt, sem til er tínt í bókinni, fari fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, enda gerir það minnst til, þar sem um er að ræða atriði, er eingöngu heyra undir læknisfræðilega sérþekkingu. T. d. hefi ég enga trú á því, að lyfseðlasafnið aftast í bókinni komi al- mennum lesendum að miklum notum, og þá er þvi líka ofaukið í bók sem þessari. Það er ekki nóg að segja: „Þetta lyf á við þennan sjúkdóm", en sá, sem stendur með uppskrlft lyfsins í höndunum, hefir enga möguleika til þess að þekkja sjúkdóminn, þegar hann sækir heim hans eigin skrokk eða annarra. Þetta er höfundi líka ljóst, eftir orðum hans á bls. 141 að dæma: „Hins vegar fer það ekki dult, að starf- semi ólæknisfróðs fólks, er stundar fegr- unar- og snyrtistörf, fer nú langt út fyrir takmörk þess, sem með réttu heyrir þeim til og gengur meira og minna inn á svið læknisfræðinnar.... Því er það, að því nær hvers konar líkamslýti ættu, ef vel væri, að athugast af læknum, áður en þau eru tekin til fegrunaraðgerða." Útgáfa bókarinnar er snyrtileg. Hún er prýdd mörgum fallegum myndum, sem sumar virðast þó fremur vera til skrauts en skýringar lesmálinu. Þýðingin er vand- virknislega af hendi leyst, og það er ekki þýðandans sök, þótt bókin sé óþarflega lítið skemmtileg aflestrar. Engu skal um það spáð, hvort nokkrum nýjum eða hálf- nýjum orðum og merkingum, sem þýð- andinn notar, t. d. frauð (krem), exi (ekzem) og lost (sjokk) tekst að festa rætur í málinu, enda munu skiptar skoð- anir um rétt þeirra til langlífis í landinu. Þ. G. A. J. Cronin: Borgarvirki. Skáldsaga um lækna og lækn. ingar. íslenzkað hefir Vil- mundur Jónsson landlæknir. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu. Reykjavík 1939. Það virðist sem íslenzkir bókalesendur séu í fátt jafnsólgnir og það, sem að ein- hverju leyti snýst um lækna og læknis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.