Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 85

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 85
DVÖL fræði. Undanfarin ár hefir hvér bókin annarri stærri og dýrari af þessu tagi komið hér út, og aldrei bregzt það, að þær verða mest keyptu og lesnu bækurnar á hverju ári. Æfisögur og ferðaminning- ar lækna, innlendra og erlendra, alþýðleg- ar skemmti- og fræðibækur um læknis- fræðileg efni og loks skáldsögur „um lækna og lækningar". „Borgarvirki" er bók, sem farið hefir sigurför um heiminn á þeim röskum tveim árum, sem liðin eru frá því hún fyrst kom út. Hér á landi var hún orðin kunn og allmikið lesin á ensku og dönsku, áður en íslenzka þýðingin kom til sögunnar. í fám orðum sagt greinir bókin frá ung- um lækni, Andrési Manson, baráttu hans fyrir lífinu og áhugamálum sinum, en gegn sjúkdómum og þjáningum meðbræðranna og þröngsýninni og sérgæzkunni í sínu eigin eðli og annarra. Bókin er miskunn- arlaus ádeila á það hugarfar, sem fyrst og síðast heimtar fé, mikið fé, i pyngjuna fyrir þá hjálp, sem veitt er, þegar mest á ríður. Þá tekur hún ekki síður til bænar þá lækna, sem beinlínis „rækta sjúkdóm- ana“, eins og komizt hefir verið að orði, til þess að njóta uppskerunnar þúsund- falt. Hún er einn samfelldur reiðilestur yfir ágirndinni, ábyrgðarleysinu, þekking- arskortinum, menntunarhrokanum, ör- birgðinni, óhófinu, í stuttu máli — öllu því, sem rotið er, fúið og saurugt í starfi og hugarfari læknastéttarinnar og mann- legu samfélagi yfirleitt. En bókin er meira en ádeilan ein. Hún er hrífandi skáld- saga, sem lýsir brennheitum ástum ungs og heilbrigðs fólks og kulnandi glæðum sömu ásta, þegar ólíkar skoðanir og sund- urþykki nær að reisa skilvegg milli tveggja sálna, sem ekki finna sjálfar sig, fyrr en þær finna hvor aðra að nýju. Mælt er, að brezkir læknar hafi rekið upp Ramakvein mikið, þegar bók þessi kom fyrst út, talið hana gefa ranga hug- mynd um þarlenda læknastétt og ekki óskað, að boðskapur hennar breidd- ist vítt um riki veraldar. Hversu nákvæm 323 lýsing bókin ér á ástandi heilbrlgðismála í heimalandi höfundarins, skal ósagt lát- ið, en ekki er ótrúlegt, að hann hafi við eitthvað að styðjast, þar sem hann er sjálfur vel menntaður læknir og hefir stundað lækningar um árabil. Og ekki þarf mikla skarpskyggni til þess að láta sér detta í hug, að eitthvað hafi verið óhreint í pokahorninu hjá þeim, sem harðast kipptust við. Ennfremur er það eftirtektarvert, að í flestum löndum hafa einhverjir orðið til þess að láta þess getið, að þrátt fyrir góða kosti bókarinnar sem skáldsögu, eigi ádeila hennar ekkert er- indi hingað til lands! Það er freistandi í þessu sambandi að drepa á hliðstæðar bókmenntir um önnur efni, skáldsögur, sem þykja óhæf útflutn- ingsvara, vegna þess álits, sem þær muni skapa þjóð höfundarins úti um heiminn, bókmenntir, sem settar eru til höfuðs ósómanum og ómenningunni í hvaða mynd sem þau birtast og án tillits til hnattstöðu eða þjóðernis. Ég efa ekkl, að „Borgarvirki" hafi komið mörgum lækninum til þess að gera upp sinn eigin reikning og vafalaust opnað augu fjölda lækna og leikmanna fyrir því, sem ábóta- vant er í starfi læknastéttarinnar og raunar allra stétta í öllum löndum. Vita- skuld hafa hinar aðrar bókmenntir, sem ég minntist á, svipuð áhrif, og misjafn- lega mikil eftir því, hver skilyrði þær hafa til þess að reynast hin öfluga rödd hróp- andans í eyðimörkinni. Hitt er æfinlega segin saga og sálfræðilegt lögmál, að þeir, sem sízt þola að heyra skit nefndan á nafn, velta sér sjálfir í honum af meiri nautn en aðrir menn. Eins og vænta mátti af Vilmundi Jóns- syni, er þýðing bókarinnar góð. Þýðand- inn er, sem kunnugt er, ritsnjall maður og á í fórum sínum geysimikinn orða- forða, þótt einstaka orð og setningar komi mönnum ef til vill dálítið spánskt eða jafnvel danskt fyrir sjónir. Þ. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.