Dvöl - 01.10.1939, Side 89

Dvöl - 01.10.1939, Side 89
D VÖL 327 sem lítt þekkja hann, næstum um og ó að leggja í jafnstórt ljóðasafn og gömlu Andvökur eru. En hér eru í þessu nýja úrvali dregin saman flest beztu ljóð hans, auk ágætrar ritgerðar, sem stuðlar að auknum skilningi á kvæðum og skáldi. En þess er að vænta, að fæstir ljóðelskir og hugsandi menn hverfi frá Stephani aftur, þegar þeir einu sinni hafa lært að meta hann og snilid hans. Gizka ég á það, að fleirum fari sem útgefandanum, sem þó hefir manna bezt rannsakað verk skáldsins, en hann segir svo í ritgerð sinni: „Allt, sem ég hefi þótzt athuga skást um Stephan, hafði hann séð betur sjálfur. Ég hefi gefizt upp fyrir honum, setzt við fótskör hans.“ (Andv. LXX.) Slíkur maður var Stephan G. Stephans- son. Þess vegna verða sem flestir að njóta listar hans. Ragnar Jóhannesson. Guðmundur Gíslason Haga- lín: Saga Eldeyjar-Hjalta, X. og II. ísafoldarprentsmiðja h.f. gaf út. Rvík 1939. Æfintýri hversdagslífsins dyljast oft fyrir oss, óskyggnum mönnum. Strit bónd- ans í dalnum og barátta sjómannsins á úfnum sævi verða fyrir sjónum vorum tilkomulítil röð daglegra viðburða. Og þótt maður klifi hærra bjarg en vant er að gera og hefji sig með atorku frá örbirgð til hárra metorða, þá eygjum vér sjaldan samhengið milli slíkra atburða. Það er fyrst, er skáldin hafa snert hlutina með töfrasprota sínum, að vér sjáum, að þar er stórbrotin höll, er oss áður sýndist grár kletturinn. Guðmundur Hagalín hefir tekið harð- skeyttan hákarlaformann að norðan og gert hann að eftirminnilegri persónu í íslenzkri menningarsögu, og nú hefir hann beltt sömu tökunum við Hjalta Jónsson, konsúl i Reykjavík. Reyndar eru báðir þessir menn atorkusamari en fólk er flest og margt hefir stórfellt gerzt á æfi þeirra. Saga Eldeyjar-Hjalta er ekki eingöngu æfisaga einstaks manns, heldur og saga íslenzks sjávarútvegs síðastliðna hálfa öld, sagan um hina stórkostlegu viðreisn þessa atvinnuvegar, sem verið hefir lífæð fram- kvæmda og verklegra framfara á landi hér um langt skeið. Saga Hjalta er ekki stórfellt skáldverk, enda er ekki sanngjarnt að leggja þann mælikvarða á hana. En öll frásögnin er svo fjörug og eðlileg, að engum leiðist lesturinn, og sumstaðar eru meira að segja „spennandi" kaflar. Það hlýtur að vera vandasamt verk, að fella saman fjöldamargar, sundurleitar minningar úr langri æfi, en Hagalín er hagur á slíkt og tengir þær svo snillilega saman, að úr verður heillegt sörvi, sem fer báðum vel, söguhetjunni og söguhöfundinum. Ragnar Jóhannesson. Paul de Kruif: Baráttan gegn dauðanum. Þórarinn Guðna- son og Karl Strand þýddu. Finnur Einarsson gaf út. Engin þrá er jafn sterk eins og lífs- þráin, og enginn ótti jafn almennur og óttinn við dauðann. Jafnvel þeir, sem vissastir eru um framtíðartilveru sína í eilífri sælu í samfélagi guðanna, óttast dauðann engu að síður. Það mætti því ætla, að nöfn þeirra manna, sem ötul- legast hafa barizt gegn dauðanum, þess- um óvæga mótherja lífsins, væru mönn- um einkar kær og að minningu þeirra væri stöðugt á lofti haldið. En reynslan sýnir hið gagnstæða. Skuggi gleymsk- unnar hefir venjulega fallið furðulega fljótt á nöfn þessara stríðsmanna lífsins og minningu þeirra lítill sómi verið sýndur. Líklega stafar þetta af þvi, að um leið og hættunum er rutt úr vegi, gleyma menn þvi gjarnan, að þær hafi nokkru sinni verið til. Ameriski læknirinn og rithöfundurinn Paul de Kruif hefir tekið sér fyrir hendur, að grafa úr djúpum gleymskunnar nöfn ýmissa helztu forvígismanna læknavís- indanna og lýsa baráttu þeirra á vígvelli

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.