Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 92

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 92
330 D VÖL Því miður er fátt af lausavísum skálds- ins í bókinni, en þær hafa margar flogið manna á milli — ef til vill þó fleiri eign- aðar honum heldur en hann hefir átt. Þó er þarna m. a. hin ágæta vísa, sem mun hafa verið ort í tilefni af þvi, að verið var að afla konu kjörfylgis með tilstyrk guðstrúarinnar i landinu: Ef allt þetta fólk fær i gullsölum himnanna gist, sem gerir sér mat úr að nugga sér utan i Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort mikils sé misst, ef maður að síðustu lendir í annarri vist. Fyrri kafli bókarinnar endar á saman- burði á tveim fánum, eða hlutaðeigandi þjóðum. Og er þar síðasta visan svona: Eitt er þó nálega álika veglegt hjá báðum, þvi örlögin veittu oss í smæð vorri dýrmætan frama: Ráðherratalan á íslandi og Englandi orðin hin sama. [er bráðum í siðari kaflanum kastar prófessorinn sínum sárbeittu kaldhæðnisvopnum og kveður þá fögrum og fáguðum tónum, er túlka m. a. viðkvæma ættjarðarást, svo sem í kvæðunum í vorþeynum og Á RauOsgili, — / Árnasalni segir hann: Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti, hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi heyrði ég þungann i aldanna sigandi straumi. Þar býst hann við, að ef einhver spyrji að leikslokum um starf hans, þá verði svarið: „Er það f fáeinum línum á guln- uðu blaði." Áreiðanlega munu mörg blöðin gulna áður en verk hans eru gleymd. Það er vist, að trú er hönd hans við verk hinna horfnu og er ekki ótrúlegt, að einhver geti síðar, þegar aldir renna, sagt svipað um J. H. og hann segir í kvæðinu Til höfund- ar Hungurvöku: Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum. Það getur alltaf komið nýr Jón Helga- son fram, sem með trúmennsku hyggi að verkum fyrirrennara síns. Þó að fáir muni nú réttarveggina, sem borgfirzki daladrengurinn tók að sér, af innri umbótaþörf, að hlaða upp, þá verð- ur lengi minnzt starfs hans i þágu ís- lenzkra fræða, Ljóðabókin hans er góð sending úr landsuðri, sem minnir þjóðina á skáldlð og fræðimanninn, er dvelur langdvölum í öðru landi, en er samt i fremstu röð hennar islemkustu og trygg- ustu sona. Vel hlaðnir réttarveggir geta gleymzt, en handaverkin geymast stundum ótrú- lega lengi hjá fleirum en höfundl Hung- urvöku, þegar þau eru unnin af alúð og einlægum huga — og snilld. V. G. Jónas Jónsson: Vordagar. Útgefandi Samband ungra Framsóknarmanna. Reykja- vik 1939. Ætlun mín er ekki að ritdæma þessa bók, en ég vil minna á hana. Þetta eru aðallega greinar, er höf- undurinn skrifaði fyrir 20—30 árum í Skinfaxa. En Samband ungra Framsókn- armanna hefir gefið bókina út og skrifar formaður þess, Þórarinn Þórarinsson, góðan formála fyrir henni, er ber vitni um skilning á mönnum og málefnum á þeim tímum, sem greinamar eru skrifaðar. Það fer vel á því, að ungir samherjar J. J. taka nú að sér að gefa út úrval úr greinum hans i snotrum bókum. Með því sýnir nokkur hluti af æskumönnum nú- tíðarinnar í verki, að þeir kunna að meta að verðleikum það mikla starf, sem þessi óvanalegi maður, Jónas frá Hriflu, hefir unnið fyrir æsku þessa lands. Vordagar heitir bókin. Það er gott nafn. Og hún ber það með réttu. Bókin minnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.