Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 93

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 93
D VOL 331 einmitt rækilega á vorið, sem byrjar með leysingum, þar sem ár og lækir brjóta af sér klakann, sem læst hefir þau í viðjum vetrarins. En síðan kemur hlý sunnan- gola og gróðrarskúrir, sem flytja sumar i bæ og gróðurnál gægist upp úr gráum grundum, sem brátt verða grænar, nema þar sem gróðrarskilyröin hafa eyðilagzt í spilliblotum vetrarins. Þar verða hvítar kalskellur inn á milli — jafnvel allt sumarið. Góðskáldið, sem kvaö hið fagra kvæði Vormenn íslands, tileinkaði það Ung- mennafélögunum. Það var ekki að á- stæðulausu, því að þau voru bezti félags- skapurinn, sem til var í landinu, til þess að búa „sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðurblett". Með Ungmennafélögun- um voraði í íslenzku þjóðlfi. Það var tæp- ast tilviljun, að fátæki, ötuli bóndadreng- urinn, skarpgáfaður og fullur af félags- legum áhuga, lenti framarlega í Ung- mennafélögunum, eftir að hann kom heim frá dvöl í helztu menningarlöndum álfunnar, hverju af öðru. Og auðvitað var það tilvalið verkefni fyrir hann að gerast ritstjóri blaðs Ungmennafélaganna. Margar af helztu greinum Jónasar frá þeim árum birtast nú í þessari nýútkomnu bók. Þar réðist hann á margt feyskið og fúið, með sínum hárbeitta penna, svo að áhrifa gætti bráðlega af um allt þjóðlifið. Má sem dæmi benda á baráttu hans á mótl ruslbókaútgáfu, spillingu móður- málsins, „filistea“-farganinu o. s. frv. En með baráttu sinni aflaði hann sér bráð- lega óhemju haturs og óvináttu. í ýmsum héruðum landsins var um langt skeið talið hið versta skammaryrði að vera svokall- aður „Jónasarmaður". En á þeim árum þýddi það oftast að hafa djörfung og dug til þess að ráðast að illgresinu í þjóðlífinu, en reyna þess í stað að láta þar vaxa ýmiskonar nytjajurtir. Vegna félagsmála- hreyfingar þeirrar og vorhuga, sem vakn- aði í landinu með Ungmennafélögunum, fékk þessi gáfaði og stórhuga, ungi maður sérstaklega gott tækifæri til áhrifa. Það má deila um margar gjörðir J. J. með réttu. En fáir munu efa, að hann hafi haft djúptæk áhrif á samtíð sína og þó einkum með þessum Skinfaxagreinum. Hitt er annað mál, að ýmsir þeir ungu menn, sem J. J. hefir vakið til lifsins, hafa stundum farið lengra en hann hefir ætlað. Eldurinn er alltaf varasamur í meðförum, og jafnvel áhugaeldurinn, sem oft er allra elda nauðsynlegastur, getur brennt allt of mikið, sé hann kveiktur í of þurru elds- neyti og varnarstöðvarnar lélegar um- hverfis. Eitt af höfuðelnkennum J. J. er, hve hann er svefnléttur, má segja sívakandi. Kemur þetta sérstaklega glöggt fram víða i Vordögum. Þar hreyfir hann í fyrsta sinn mörgum umbótamálum, sem síðar hefir tekizt, fyrir óþrotlega árvekni og sam- starf margra samherja, að koma í fram- kvæmd að meira eða minna leyti almenn- ingi til blessunar. Viðleitni hans til þess að vekja aðra til umbóta hefir jafnvel gengið svo langt að reyna að búa til hreyfingar og gefa slíku fögur nöfn, sennilega þá í þeirri von, að nafninu „slægi inn“. „Vakri Skjóni hann skal heita, honum mun ég nafnið veita, þó að meri það sé brún.“ En þetta á ekki við um Vordaga. Þar er undiraldan sannur, brennheitur áhugi fyrir alhliða umbótum á íslandi. Og ritsnilldin og hug- kvæmni höfundarins, sem búinn er að hita æskumönnum landsins nú um nær þrjá tugi ára, mun ylja mörgum enn við lest- ur Vordaga. Ýmsum þeim, sem nýlega hafa fengið aukið álit á J. J., en hafa lítið þekkt hann áður, ætti að mega benda á að lesa þessa nýútkomnu bók. Hvort sem þeir þola hana vel eða ekki, þá er þarna gott tækifæri fyrir þá til að kynnast höfundi, sem þeir höfðu heldur litla ást á í gamla daga, þegar hann skrifaði margar af sínum allra beztu greinum. En þær eru í Vordögum. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.