Dvöl - 01.01.1942, Page 7

Dvöl - 01.01.1942, Page 7
‘lanúar-mars 1042 10. árganpur . 1. hefti Eftir orrn§tnna Eftir Jacinto Octavio Picón Jón Helgnaon þýddi I. 1 EINU AUSTURHÉRAÐI Frakk- J lands var glæsilegt landsetur í ævagömlum skógi, umlukt þykkum múrveggjum. Það var alllangt frá þjóð- veginum og einsýnt, að sá, sem þar bjó, kaus sér kyrrð og einveru. Kringum húsið var vanhirtur og afræktur garður, sem líktist mest villiskógi. Trén teygðu greinar sín- ar út yfir garðmúrinn, og þroska- miklar rótarhnyðjur höfðu aflagað gangstígana. Skriðrunnarnir voru eins og flækjur í vaxtarmiklu grasinu, svo að örðugt var að feta á milli þeirra. Lækur liðaðist með fábreytilegum nið'i um garðinn, milli gildra trjábola. Dökkar lauf- hvirfingar spegluðust í dálítilli tjörn, sem nú hafði breytzt í lón við steinahrúgurnar, er eitt sinn höfðu verið þar til prýðis. Við ann- an enda tjarnarinnar lá gamall og fúinn Feneyjabátur, grafinn að hálfu leyti í leir og kafinn grænu grasi. Harðgerðar bergfléttur höfðu þakið veggi hússins, seilzt eftir hverri örðu og læst sig milli steina og tígla, og fram af veggbrúnun- um héngu langir skúfar, sem sveifl- uðust til og frá í golunni. Þar, sem blómabeðin skyldu vera, lá gras í legum, og í stað rósarunna óx villikjarr. Eilífðarblómin höfðu þokað fyrir þistlum, og nú greri þar krossmyrta, er áður uxu fagrar ilmjurtir. Mjór stígur, sem lá frá garðshliðinu að húsinu, var troðinn af sífelldri umferð, en í sprungum og skorum á steinþrepunum við fordyrið hafði grænn og silki- mjúkur mosi tekið sér bólfestu. Tvær marmarastyttur höfðu áður fyrr staðið á stöplum á hand- riðinu, en nú var aðeins önnur þeirra kyrr á stalli sínum. Hin hafði fallið niður og sokkið til hálfs í jörðu. Bolurinn var orðinn skellóttur eftir regn himins og skin sólar, ýmist grár eða gulur. í hús- inu var stór forsalur, opinn til lofts, og var gosbrunnur í honum miðjum. Við vatnsskálina óx ill- gresi, er náð hafði stuðningi af járngrindum, sem kringum hana

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.