Dvöl - 01.01.1942, Side 11

Dvöl - 01.01.1942, Side 11
DVÖL 5 um. Rökkrið var tekið að síga yfir húsaþyrpinguna. Fáeinar leður- blökur flögruðu kringum fölan ljósbjarma, er lagði frá gluggunum út á sandinn í garðinum. Við dyraþrepin voru tveir vopna- hlaðnar.Þar hafði rifflum sigurveg- aranna og hinna sigruðu verið hent í kös áður en gengið var inn í ríki friðarins. Hortensía tók á móti hershöfð- ingjanum í forsalnum; stóð þar á stigaþrepinu og hallaði sér fram á handriðið. Prússinn var enn ungur maður. Tign sína átti hann ættgöfgi sinni að þakka. Karlmennska hans og glæsibragur og hermannleg fram- ganga hefði óöar gagntekið flest- ar aðrar konur. Þegar hann sá hana, gleymdi hann því, að hann var hermaður. Hann mundi það eitt, að hann var karlmaður, tók kurteislega ofan og gekk í áttina til hennar með hjálminn undir hendinni, eins og hann hefði bor- ið viðhafnarhatt í veizlusal. „Ég tek á móti yður hér,“ sagði Hortensía, „vegna þess, alð hús mitt er allt atað blóði. Þar yrðuð þér að ganga á frönskum ein- kennisbúningum, en þér gætuð heldur ekki stígið niður fæti, án þess að eiga það á hættu að traðka á þeim prússnesku." Samræður þeirra urðu langar, og hershöfðinginn var hvorki of- stopafullur né ruddalegur. Hann hlýddi rólegur á sömu afdráttar- lausu neitunina og sendimaður hans hafði flutt honum. Horten- sía var eins og gyðja, þar sem hún hallaði sér léttilega fram á hand- riðið. Hvíti kjóllinn hennar dró til sín þá Ijósglætu, sem enn var í for- salnum, svo að hún skar mjög af við myrkrið, sem var bak við hana og kringum hana, en birta, sem féll inn um kringlóttan glugga á veggnum, virtist mynda yfir höfði hennar gullinn baug, sem klofinn var í tvennt af blýramma í glugg- anum. Froskarnir kvökuðu ó- samhljóma við tjörn í grenndinni, og í fjarska gullu prússneskir her- lúðrar með nokkru millibili. En eyra Prússans nam aðeins hina þýðu rödd Hortensíu. Hann gleymdi föðurlandinu og keisaran- um, hatrinu á Frökkum, sigrinum og styrjöldinni. Víkingurinn úr norðri féll að fótum latnesku kon- unnar, en hún reisti hann á fætur, reiðilaust, án geðbrigða. Þetta var óskammfeilni, en hann hafði feg- urð hennar sér til málsbóta. „Farið“, sagði hún við hann. „Á morgun munuð þér vafalaust hefja árás á dalverpið handan við hús mitt. Hlustið á, hvað ég segi: Ef engin af sprengikúlum yðar lendir hér, ef ekkert skot frá her- sveitum yðar hæfir þessa veggi, ef þeir, sem þjást hér, hljóta ekki ný áföll vegna mistaka af yðar hálfu-------þá komið, þegar kvöldar, og sigur yðar mun verða tvígildur." Að stundarkorni liðnu var Prúss- inn á leið heim til herbúðanna í

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.