Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 11

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 11
DVÖL 5 um. Rökkrið var tekið að síga yfir húsaþyrpinguna. Fáeinar leður- blökur flögruðu kringum fölan ljósbjarma, er lagði frá gluggunum út á sandinn í garðinum. Við dyraþrepin voru tveir vopna- hlaðnar.Þar hafði rifflum sigurveg- aranna og hinna sigruðu verið hent í kös áður en gengið var inn í ríki friðarins. Hortensía tók á móti hershöfð- ingjanum í forsalnum; stóð þar á stigaþrepinu og hallaði sér fram á handriðið. Prússinn var enn ungur maður. Tign sína átti hann ættgöfgi sinni að þakka. Karlmennska hans og glæsibragur og hermannleg fram- ganga hefði óöar gagntekið flest- ar aðrar konur. Þegar hann sá hana, gleymdi hann því, að hann var hermaður. Hann mundi það eitt, að hann var karlmaður, tók kurteislega ofan og gekk í áttina til hennar með hjálminn undir hendinni, eins og hann hefði bor- ið viðhafnarhatt í veizlusal. „Ég tek á móti yður hér,“ sagði Hortensía, „vegna þess, alð hús mitt er allt atað blóði. Þar yrðuð þér að ganga á frönskum ein- kennisbúningum, en þér gætuð heldur ekki stígið niður fæti, án þess að eiga það á hættu að traðka á þeim prússnesku." Samræður þeirra urðu langar, og hershöfðinginn var hvorki of- stopafullur né ruddalegur. Hann hlýddi rólegur á sömu afdráttar- lausu neitunina og sendimaður hans hafði flutt honum. Horten- sía var eins og gyðja, þar sem hún hallaði sér léttilega fram á hand- riðið. Hvíti kjóllinn hennar dró til sín þá Ijósglætu, sem enn var í for- salnum, svo að hún skar mjög af við myrkrið, sem var bak við hana og kringum hana, en birta, sem féll inn um kringlóttan glugga á veggnum, virtist mynda yfir höfði hennar gullinn baug, sem klofinn var í tvennt af blýramma í glugg- anum. Froskarnir kvökuðu ó- samhljóma við tjörn í grenndinni, og í fjarska gullu prússneskir her- lúðrar með nokkru millibili. En eyra Prússans nam aðeins hina þýðu rödd Hortensíu. Hann gleymdi föðurlandinu og keisaran- um, hatrinu á Frökkum, sigrinum og styrjöldinni. Víkingurinn úr norðri féll að fótum latnesku kon- unnar, en hún reisti hann á fætur, reiðilaust, án geðbrigða. Þetta var óskammfeilni, en hann hafði feg- urð hennar sér til málsbóta. „Farið“, sagði hún við hann. „Á morgun munuð þér vafalaust hefja árás á dalverpið handan við hús mitt. Hlustið á, hvað ég segi: Ef engin af sprengikúlum yðar lendir hér, ef ekkert skot frá her- sveitum yðar hæfir þessa veggi, ef þeir, sem þjást hér, hljóta ekki ný áföll vegna mistaka af yðar hálfu-------þá komið, þegar kvöldar, og sigur yðar mun verða tvígildur." Að stundarkorni liðnu var Prúss- inn á leið heim til herbúðanna í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.