Dvöl - 01.01.1942, Síða 12

Dvöl - 01.01.1942, Síða 12
6 DVÖL þeim vændum að færa herstjórum sínum heim sanninn um það, að eigi gerðist þörf að flytja fólkið á brott. Og í húsi Hortensiu ríkti djúp þögn, sem aðeins var rofin af þjáningarstunum særðra her- manna og gargi fugla, sem áttu sér athvarf í holum trjám í skóginum í kring. Daginn eftir réðist innrásarher- inn á stöðvar Frakka. Eftir nokkurra klukkustunda ægilega sprengikúlnahríð datt allt í dúna- logn. Sagan mun aldrei greina frá því, hvaða fyrirskipanir herliðið fékk áður en orrustan hófst, né hver stjórnaði áhlaupinu. En á húsi Hortensíu lenti ekki ein ein- asta byssukúla, engin sprengikúla féll í garðinn, ekkert sprengjubrot kom á landareign hennar. Skotin fóru sína braut yfir húsið, án þess að það sakaði, og hvinu yfir skóg- inum, án þess að snerta trjá- krónurnar. Að bardaganum lokn- um kom í ljós, að hvergi hafði kúla raskað steini né lent í trjágrein á allri landareigninni. VI. Eftir orrustu dagsins færðist þögn og kyrrð næturinnar yfir akr- ana. Máninn reis hægt og tignar- lega upp yfir sjóndeildarhringinn í fjarska eins og geysilega stór eldhnöttur. Það var engu líkara en hann kæmi upp úr blóði drifinni jörðunni. Hann sló bjarma á bændabýli og skóga og varð bjart- ari og skærari eftir því, sem hann færðist hærra á loft. Loks ríkti hann í ógnarhæð yfir hinu víða héraði. Hortensía beið Prússans á sama stað og kvöldið áður, kyrrlát eins og sumarnóttin, er lagði silfur- slæðu sína yfir hana. Hún lét oln- bogana hvíla á marmarariðinu og starði út í garðinn. Hvað eftir ann- að þóttist hún heyra hófaskelli. Og loks dundi í raun og veru hófa- tak járnaðra hesta á veginum. Litlu síðar fékk Prússinn fylgdar- manni sínum taumana og gekk inn í forsalinn. Hortensía fagnaði honum vel og leyfði honum að kyssa á hönd sína. Síðan leiddi hún hann inn í rúm- góða stofu, er gengið varð úr inn i tvö önnur herbergi á neðstu hæð hússins. Umsvifalaust tók hún lampa, er hún hafði fyrir stundu síðan látið þar á járnbrík og ýtti vængjahurð gætilega til með fæt- inum. Hún lyfti lampanum eins hátt upp yfir höfuð sér og hún gat, og lét ljósið falia inn, svo að Prúss- inn gæti séð þriá særða hermenn, sem hví’du á dýnum og brekánum á gólfinu. Einn mannanna sat udp- réttur við vegginn. Um höfuð hans var vafið sárabindum, og gegnum umbúðirnar seytlaði blóð niður í skeggið. Annar stundi þungan í svefni eins og eitthvað farg iægi á brjósti hans. Sá þriðji grúfði sig niður í yfirhöfn, er hann hafði að kodda, og reyndi að kæfa stunur sínar og grátekka undir þykkri flíkinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.