Dvöl - 01.01.1942, Page 12

Dvöl - 01.01.1942, Page 12
6 DVÖL þeim vændum að færa herstjórum sínum heim sanninn um það, að eigi gerðist þörf að flytja fólkið á brott. Og í húsi Hortensiu ríkti djúp þögn, sem aðeins var rofin af þjáningarstunum særðra her- manna og gargi fugla, sem áttu sér athvarf í holum trjám í skóginum í kring. Daginn eftir réðist innrásarher- inn á stöðvar Frakka. Eftir nokkurra klukkustunda ægilega sprengikúlnahríð datt allt í dúna- logn. Sagan mun aldrei greina frá því, hvaða fyrirskipanir herliðið fékk áður en orrustan hófst, né hver stjórnaði áhlaupinu. En á húsi Hortensíu lenti ekki ein ein- asta byssukúla, engin sprengikúla féll í garðinn, ekkert sprengjubrot kom á landareign hennar. Skotin fóru sína braut yfir húsið, án þess að það sakaði, og hvinu yfir skóg- inum, án þess að snerta trjá- krónurnar. Að bardaganum lokn- um kom í ljós, að hvergi hafði kúla raskað steini né lent í trjágrein á allri landareigninni. VI. Eftir orrustu dagsins færðist þögn og kyrrð næturinnar yfir akr- ana. Máninn reis hægt og tignar- lega upp yfir sjóndeildarhringinn í fjarska eins og geysilega stór eldhnöttur. Það var engu líkara en hann kæmi upp úr blóði drifinni jörðunni. Hann sló bjarma á bændabýli og skóga og varð bjart- ari og skærari eftir því, sem hann færðist hærra á loft. Loks ríkti hann í ógnarhæð yfir hinu víða héraði. Hortensía beið Prússans á sama stað og kvöldið áður, kyrrlát eins og sumarnóttin, er lagði silfur- slæðu sína yfir hana. Hún lét oln- bogana hvíla á marmarariðinu og starði út í garðinn. Hvað eftir ann- að þóttist hún heyra hófaskelli. Og loks dundi í raun og veru hófa- tak járnaðra hesta á veginum. Litlu síðar fékk Prússinn fylgdar- manni sínum taumana og gekk inn í forsalinn. Hortensía fagnaði honum vel og leyfði honum að kyssa á hönd sína. Síðan leiddi hún hann inn í rúm- góða stofu, er gengið varð úr inn i tvö önnur herbergi á neðstu hæð hússins. Umsvifalaust tók hún lampa, er hún hafði fyrir stundu síðan látið þar á járnbrík og ýtti vængjahurð gætilega til með fæt- inum. Hún lyfti lampanum eins hátt upp yfir höfuð sér og hún gat, og lét ljósið falia inn, svo að Prúss- inn gæti séð þriá særða hermenn, sem hví’du á dýnum og brekánum á gólfinu. Einn mannanna sat udp- réttur við vegginn. Um höfuð hans var vafið sárabindum, og gegnum umbúðirnar seytlaði blóð niður í skeggið. Annar stundi þungan í svefni eins og eitthvað farg iægi á brjósti hans. Sá þriðji grúfði sig niður í yfirhöfn, er hann hafði að kodda, og reyndi að kæfa stunur sínar og grátekka undir þykkri flíkinni.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.