Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 34

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 34
28 DVÖL svo hár, að engin leið var að kom- ast yfir hann neins staðar, og hvergi gat hann komið auga á hlið né dyr. Á meðan hann stóð og undraðist þetta, sá hann, að konan klapp- aði hananum og lét vel að honum, og að því búnu rétti hún hann að konungi: .,Taktu við hananum og slátraðu honum," mælti hún í blíðum, en ákveðnum skipunarróm, og hann hlýddi. Blóðið rann fljótt úr han- anum, og eftir augnablik lá hann dauður fyrir fótum þeirra. „Taktu nú vel eftir öllu, sem þú færð að sjá og heyra, konungur," sagði hún, um leið og hún laut niður og tók hanalíkið upp. Og nú sá hann hana þeyta þvi svo hátt upp, að það féll niður hinum meg- in við vegginn. — Og í sama vet- fangi heyrði hann f jörugt hanagal. — Konungur var ekki I nokkrum vafa. Hann þekkti gal hanans síns — hina fagnandi morgunkveðju, þegar hann fagnaði vormorgni og rísandi sól. Konan horfði lengi og alvarlega á hann. Augnaráð hennar var töfrandi blitt og um leið svo mátt- ugt, að hann fann titring fara um hverja taug. „Svarið við spurningu þinni,“ mælti hún — „er: Líf. — Allt lifir! Allt rís upp í endurnýjun lífsins!“ Og í sama bili var allt horfið: Konan, hinir víðu, grænu vellir, fjöllin í fjarska — allt — og hann stóð aleinn og undrandi i skógin- um hjá stóru eikinni, þar sem hon- um hafði virzt dyrnar að undir- heimum opnast. .... Það byrjaði að rigna — milt, hlýtt, gróþrungið vorregn. Það seytlaði og suðaði allt í kring i hin- um laufvana skógi. Og á hverri grein og hverjum kvisti uppgötvaði hann svellandi brumknappa, sem aðeins áttu eftir að springa út. „Á morgun grænkar skógurinn! Skógurinn verður grænn á morg- un! .... Vorið er komið .... vorið fremst í sigurfylkingu lífsins! .... Allt rís upp í endurnviun lífsins! Allt lifir — lifir að eillfu!“ Fagnaðaróður vors og gróanda hljómaði í sál hans nú. eins og þeg- ar hann var unglingur. Hann faðmaði trén að sér, lagði eyrað að stofninum og fannst hann heyra og verða var við æðaslög hins leynda lífs — lífssafann, sem steig hlióðlega frá sofandi rótum með nýja gróorku í stofn og grein- ar .... Hann lagði af stað heimleiðis. Nóttin var hálfbjört og blíð. — Nú kom hann út á akrana — og nú dreymdi hann ekki. Hér var veru- leikinn — hin rama, lífgandi ang- an af gróskufullri mold lék fyrir vitum hans. Hann andaði henni að sér og fann um leið sömu töfrandi nautn við að lifa og vera til, eins og hann hafði fundið ótal sinnum, áður, þegar hann tróð hina mátt- ugu mold og var hlaðinn lífsorku og starfsgleði. Úr því að lífið var eilíft og ósigr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.