Dvöl - 01.01.1942, Side 34

Dvöl - 01.01.1942, Side 34
28 DVÖL svo hár, að engin leið var að kom- ast yfir hann neins staðar, og hvergi gat hann komið auga á hlið né dyr. Á meðan hann stóð og undraðist þetta, sá hann, að konan klapp- aði hananum og lét vel að honum, og að því búnu rétti hún hann að konungi: .,Taktu við hananum og slátraðu honum," mælti hún í blíðum, en ákveðnum skipunarróm, og hann hlýddi. Blóðið rann fljótt úr han- anum, og eftir augnablik lá hann dauður fyrir fótum þeirra. „Taktu nú vel eftir öllu, sem þú færð að sjá og heyra, konungur," sagði hún, um leið og hún laut niður og tók hanalíkið upp. Og nú sá hann hana þeyta þvi svo hátt upp, að það féll niður hinum meg- in við vegginn. — Og í sama vet- fangi heyrði hann f jörugt hanagal. — Konungur var ekki I nokkrum vafa. Hann þekkti gal hanans síns — hina fagnandi morgunkveðju, þegar hann fagnaði vormorgni og rísandi sól. Konan horfði lengi og alvarlega á hann. Augnaráð hennar var töfrandi blitt og um leið svo mátt- ugt, að hann fann titring fara um hverja taug. „Svarið við spurningu þinni,“ mælti hún — „er: Líf. — Allt lifir! Allt rís upp í endurnýjun lífsins!“ Og í sama bili var allt horfið: Konan, hinir víðu, grænu vellir, fjöllin í fjarska — allt — og hann stóð aleinn og undrandi i skógin- um hjá stóru eikinni, þar sem hon- um hafði virzt dyrnar að undir- heimum opnast. .... Það byrjaði að rigna — milt, hlýtt, gróþrungið vorregn. Það seytlaði og suðaði allt í kring i hin- um laufvana skógi. Og á hverri grein og hverjum kvisti uppgötvaði hann svellandi brumknappa, sem aðeins áttu eftir að springa út. „Á morgun grænkar skógurinn! Skógurinn verður grænn á morg- un! .... Vorið er komið .... vorið fremst í sigurfylkingu lífsins! .... Allt rís upp í endurnviun lífsins! Allt lifir — lifir að eillfu!“ Fagnaðaróður vors og gróanda hljómaði í sál hans nú. eins og þeg- ar hann var unglingur. Hann faðmaði trén að sér, lagði eyrað að stofninum og fannst hann heyra og verða var við æðaslög hins leynda lífs — lífssafann, sem steig hlióðlega frá sofandi rótum með nýja gróorku í stofn og grein- ar .... Hann lagði af stað heimleiðis. Nóttin var hálfbjört og blíð. — Nú kom hann út á akrana — og nú dreymdi hann ekki. Hér var veru- leikinn — hin rama, lífgandi ang- an af gróskufullri mold lék fyrir vitum hans. Hann andaði henni að sér og fann um leið sömu töfrandi nautn við að lifa og vera til, eins og hann hafði fundið ótal sinnum, áður, þegar hann tróð hina mátt- ugu mold og var hlaðinn lífsorku og starfsgleði. Úr því að lífið var eilíft og ósigr-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.