Dvöl - 01.01.1942, Page 38

Dvöl - 01.01.1942, Page 38
32 D VÖL Snækollur var makkamikill, kjálkagildur, hár á herðakamb- inn og breiður á lendina. Pax og tagl var mikið og þykkt. Það var ekki hægt að segja, að hann væri fallegur. En þegar búið var að leggja á hann hnakkinn, hefta hann með leðurhafti og járna hann með skeifum, sem Þorgrím- ur hafði sjálfur slegið, en niður úr þeim voru skaflar til þess að hesturinn fótaði sig betur á klöpp- um og ís, þá brann eldur úr aug- um Snækolls, sem varaði ókunn- uga við að koma of nærri honum. Þannig var þessi uppáhalds- gripur Þorgríms, sem óþarflega oft bölvaði sér upp á það, að hest- urinn hans hefði verið fullboð- legur handa Gretti, Njáli og Víga- Glúmi. Með þá fullyrðingu á vör- unum steig Þorgrímur á bak og þeysti út yfir hraunbreiðuna, svo að gneistaél spratt undan hófum Snækolls. Svo gerði Þorgrímur há- an smell með svipunni, stöðvaði hestinn með einu handtaki, sat teinréttur í söðli og sperrti fæt- urnar út í loftið eins og allir hestamenn gera, þegar þeir verða þess varir, að þeim er veitt eftir- tekt. Mest af öllu langaði Þorgrím til þess að fara yfir Vatnajökul, ís- auðnina miklu, sem liggur milli efsta hluta Rangárvalla og austur- strandarinnar hjá Berufirði. Það höfðu ýmsir ferðazt um ó- byggðirnar og yfir jökla, eins og hinar geysilega víðáttumiklu ís- breiður íslenzka hálendisins eru kallaðar, en til þessa dags hafði enginn ráðizt í að fara yfir Vatna- jökul. Þessi hugmynd var sífellt í huga Þorgríms, þegar hann fór al- einn á sumrin að heiman til Reykjavíkur og þaðan til Krísu- víkur, og þegar hann þrammaði yfir hraunbreiðurnar eða fór um beitilandið, þar sem birki og smá- vaxinn fjalldrapi óx; það eru skógartré íslands, fá fet á hæð. Á löngum, dimmum vetrarkvöld- unum gat hann ekki heldur rekið þessa hugsun frá sér. Menn hlógu að honum, eins og menn hlæja venjulega að þeim, sem eiga ein- hverja hugsjón, og kölluðu hann Þorgrím Vatnajökul, berserkinn á Rangárvöllum eða annað þess háttar. En enginn þorði að segja slíkt svo Þorgrímur heyrði, því að hann var bráður í lund og gjarn á að grípa til sveðjunnar miklu, sem hann notaði við hvalskurð- inn. Að minnsta kosti myndi hann etja Snækolli á hest þess, er slíkt sagði eða vogaði að draga dár að honum, eins og hann væri atmað- ur í einhverju hestaati fornsagn- anna, og þá væri tilviljun, ef hest- ur sá, er Snækollur fengizt við, slyppi ómeiddur. Víst var maðurinn forneskju- legur og óeðlilega sterklega vax- inn, að þótt hefði í Englandi. En á íslandi er öll tiltektarsemi um líkamsvöxt og göngulag ó- þekkt. En samlandar hans kölluðu hann ofurhuga og vitfirring í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.