Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 3
LAi-iOíj',. i’hASAfN
' r.
'vN.íj S
*Jan. - des. Í0 45 íl. árgán.gur . Í.-4. heftí
Prestssetrið
Eftir Alexaiuler h. Kicllaiul
Andrés Kristjánsson þýddi
ORIÐ var sannarlega lengi á
’ leiðinni. Apríl leið með næt-
urfrostum og norðanátt. Um há-
degið skein sólin þó svo skært, að
fáeinar flugur hættu sér suðandi
á loft, og lævirkinn hóf fagnandi
sumarsöngva.
En lævirkinn er sá mesti flauta-
þyrill, sem til er undir sólinni.
Þótt hann skylfi alla nóttina, var
það gleymt um leið og fyrsti sól-
argeislinn stafaði loftið, og þá
sveiflaði hann sér syngjandi fram
og aftur yfir heiðina, unz sultur-
inn sagði til sín.
Þá lækkaði hann flugið í þröng-
um hringum, söng og sveiflaði
vængjunum í takt. En er skammt
var til jarðar, lagði hann væng-
ina saman og féll eins og steinn
niður í lyngið.
Vepjan tiplaði smástíg milli
þúfnanna og kinkaði ibyggin
kolli. Hún trúði sumarboðun næt-
urgalans varlega og endurtók í sí-
fellu: „Bíð-ið — bíð-ið.“
Nokkrir grænhöföar hringsner-
ust á mýrarpytti, og hinn elzti
þeirra áleit, að vorið, kæmi ekki
fyrr en rigndi.
Svo leið fram í maí, og akrarnir
voru ennþá gráir og gulir. Ein-
staka sunnuhvoll sýndi þó grænar
ýrur, og með því að beygja sig
rnátti víðast sjá fjölda af smáum
spirum — sumar þreknar, að'rar
rýrar, eins og grænar nálar — sem
sem réttu sig varlega upp úr mold-
inni. En norðangjósturinn lét svo
kuldalega að þeim, að þær urðu
gular í broddinn og lutu, eins og
þær vildu skríða ofan í moldina.
Það gátu þær því miður ekki, og
þá var ekki um annað að gera en
bíða betri tíða.
Grænhöfðinn hafði á réttu að
standa. Regnið varð að koma, og
það kóm að síöustu — fyrst dá-
lítið nepjulegt, en mildaðist brátt,
og þegar upp stytti aftur, naut sól-
arinnar fyrst að ráði. Og nú var
upplitið annað. Hún skein allan
daginn frá morgni til kvölds, og
næturnar urðu rakar og hlýjar.
Nú kom asi á alla. Allt var oröið
á eftir tímanum, og nú reið á að