Dvöl - 01.01.1943, Síða 4
2
DVÖL
kippa því í horfið. Blöð og blóm-
knappar sprungu út, og grænu
nálarnar uxu upp úr safninu.
Þær skutu út greinum til allra
hliða og otuðu þeim út í loftið.
Blóm nytjajurta og illgresa litk-
uðu tún og engi, og lyngásarnir
úti við ströndina tóku að lýsast.
Gulur sandurinn í fjörunni var
það eina, sem ekki tók hamskipt-
um. Hann hafði heldur engum
blómum að skarta, eina skraut
hans var marhálmurinn. Hin
löngu, mjúku strá hans standa
upp úr sandhólunum og blakta
eins og grænir fánar.
Þarna hlupu sendlingarnir fram
og aftur svo hratt, að fæturnir á
þeim voru eins og margtenntir
kambar til að sjá. Máfarnir spíg-
sporuðu í sjávarmálinu, og öld-
urnar skoluðu um leggi þeirra.
Þeir voru grafalvarlegir á svipinn,
reistu höfuðin og skutu bringun-
um fram eins og feitar frúr á
göngu.
Tjaldurinn stóð með hæla sam-
an í þröngum buxum, svörtum kjól
og hvítu vesti. Hann hrópaði og
hneigði sig í hvert sinn, svo að
kjólskautin risu að aftan.
Uppi í lyngásnum var vepjan á
ferli. Vorið hafði komið svo skyndi-
lega, að hún hafði ekki haft tíma
til að finna sér heppilegan hreið-
urstað. Hún hafði því verpt eggj-
um sínum í dæld í þúfu. Það var
ekkert lag á þessu, það vissi hún
vel, en við það varð að sitja héðan
af.
Lævirkinn hló að öllu. En spörv-
arnir voru hálfærðir af önnum.
Þeir voru ekki hálfnaðir. Sumir
voru ekki einu sinni búnir að búa
til hreiður. Aðrir voru búnir að
verpa einu eða tveim eggjum. En
flestir höfðu þeir setið vikum sam-
an á fjósþakinu og rifizt um daga-
talið.
Nú var óðagotið svo mikið, að
þeir vissu ekki á hverju þeir áttu
að byrja. Þeir söfnuðust saman í
rósarunna í garði prestsins og
blöðruðu þar hver upp í annan.
Karlarnir reigðu sig svo, að fjaðr-
irnar stóðu í allar áttir. Stélin risu,
og þeir voru allra líkastir nálapúð-
um með nálum í. Þeir hoppuðu nú
ofan af greinunum og skoppuðu
út á akurinn. í einu vetfangi ruku
tveir saman. Hinir létu þá ekki
standa á sér í leikinn, og nú urðu
allir litlu nálapúðarnir að einum
stórum. Leikurinn barst til og frá
með hávaða og gauragangi, þyr-
illinn tókst á loft og féll síðan til
jarðar og leystist sundur. Og síðan
flugu þeir allir þegjandi sína leið,
og andartaki síða.r var garðurinn
spörvalaus.
Ansgar litli hafði veitt orrust-
unni nána athygli og fylgzt með
henni af miklum áhuga. í hans
augum var þetta fólkorrusta með
árásum og áhlaupum riddaraliðs.
Hann var að lesa mannkynssögu
og Noregssögu hjá föður sínum, og
þess vegna var allt, sem gerðist á
bænum „hernaðarlega mikilvægt“
á einn eða annan hátt. Þegar