Dvöl - 01.01.1943, Síða 4

Dvöl - 01.01.1943, Síða 4
2 DVÖL kippa því í horfið. Blöð og blóm- knappar sprungu út, og grænu nálarnar uxu upp úr safninu. Þær skutu út greinum til allra hliða og otuðu þeim út í loftið. Blóm nytjajurta og illgresa litk- uðu tún og engi, og lyngásarnir úti við ströndina tóku að lýsast. Gulur sandurinn í fjörunni var það eina, sem ekki tók hamskipt- um. Hann hafði heldur engum blómum að skarta, eina skraut hans var marhálmurinn. Hin löngu, mjúku strá hans standa upp úr sandhólunum og blakta eins og grænir fánar. Þarna hlupu sendlingarnir fram og aftur svo hratt, að fæturnir á þeim voru eins og margtenntir kambar til að sjá. Máfarnir spíg- sporuðu í sjávarmálinu, og öld- urnar skoluðu um leggi þeirra. Þeir voru grafalvarlegir á svipinn, reistu höfuðin og skutu bringun- um fram eins og feitar frúr á göngu. Tjaldurinn stóð með hæla sam- an í þröngum buxum, svörtum kjól og hvítu vesti. Hann hrópaði og hneigði sig í hvert sinn, svo að kjólskautin risu að aftan. Uppi í lyngásnum var vepjan á ferli. Vorið hafði komið svo skyndi- lega, að hún hafði ekki haft tíma til að finna sér heppilegan hreið- urstað. Hún hafði því verpt eggj- um sínum í dæld í þúfu. Það var ekkert lag á þessu, það vissi hún vel, en við það varð að sitja héðan af. Lævirkinn hló að öllu. En spörv- arnir voru hálfærðir af önnum. Þeir voru ekki hálfnaðir. Sumir voru ekki einu sinni búnir að búa til hreiður. Aðrir voru búnir að verpa einu eða tveim eggjum. En flestir höfðu þeir setið vikum sam- an á fjósþakinu og rifizt um daga- talið. Nú var óðagotið svo mikið, að þeir vissu ekki á hverju þeir áttu að byrja. Þeir söfnuðust saman í rósarunna í garði prestsins og blöðruðu þar hver upp í annan. Karlarnir reigðu sig svo, að fjaðr- irnar stóðu í allar áttir. Stélin risu, og þeir voru allra líkastir nálapúð- um með nálum í. Þeir hoppuðu nú ofan af greinunum og skoppuðu út á akurinn. í einu vetfangi ruku tveir saman. Hinir létu þá ekki standa á sér í leikinn, og nú urðu allir litlu nálapúðarnir að einum stórum. Leikurinn barst til og frá með hávaða og gauragangi, þyr- illinn tókst á loft og féll síðan til jarðar og leystist sundur. Og síðan flugu þeir allir þegjandi sína leið, og andartaki síða.r var garðurinn spörvalaus. Ansgar litli hafði veitt orrust- unni nána athygli og fylgzt með henni af miklum áhuga. í hans augum var þetta fólkorrusta með árásum og áhlaupum riddaraliðs. Hann var að lesa mannkynssögu og Noregssögu hjá föður sínum, og þess vegna var allt, sem gerðist á bænum „hernaðarlega mikilvægt“ á einn eða annan hátt. Þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.