Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 5
DVÖL
3
kýrnar komu heim á kvöldin, voru
þær stórar herdeildir, sem nálg-
uðust. Hænsnin voru varnarlið
borgarinnar, og haninn var Nan-
sen borgarstjóri.
Ansgar var röskur strákur, og
kunni ártölin á fingrum sér, en
hann hafði samt enga hugmynd
um tímabil sögunnar. Þess vegna
voru þeir Napóleon, Eiríkur blóð-
öx og Tíberíus oft að einum leik
hjá honum. Og á skipunum, sem
sigldu framhjá úti á hafinu, barð-
ist Tordenskjold ýmist við nor-
ræna víkinga eða spánska sjó-
ræningja.
í holu bak við laufskálann
geymdi hann rautt sópskaft, sem
hét Bukafalus. Það var hans
mesta skemmtun að þeysa um
garðinn á þessum gæðingi með
viðarteinung í hendinni.
Skammt frá bænum var kjarri
vaxin hæð. Þar gat hann legið í
leyni eins og njósnari og skyggnzt
yfir lynghæðirnar og hafið. Alltaf
gat eitthvað verið á seyði. Annað
hvort grunsamlegar skútur við
ströndina, eða riddarahópar, sem
nálguðust. En Ansgar mundi sjá
við því. Hann henti sér á bak
Bukafalusi og þeysti ofan hæðina,
gegnum trjágarðinn og inn í húsa-
garðinn. Hænsnin görguðu af
skelfingu eins og dómsdagur væri
kominn, og Nansen borgarstjóri
flaug á skrifstofuglugga prestsins.
Presturinn flýtti sér út í dyr og
sá þá tagliö á Bukafalusi hverfa
fyrir fjóshornið, þvi að þar átti að
að búast til varnar.
„Dæmalaus tryllingur er í þess-
um dreng,“ hugsaði presturinn.
Hann hafði megnan ímugust á
allri þessari hernaðarhneigð. Ans-
gar átti að verða friðarvinur eins
og presturinn faðir hans, og þess
vegna fékk það mjög á hann að
sjá, hve ákaft drengurinn drakk
í sig allar frásagnir um bardaga
og stríð.
Hann reyndi oft að lýsa fyrir
drengnum hinni friðsamlegu og
daglegu hlið á lífi fornmanna og
ókunnra þjóða, en hann náði ekki
áhuga drengsins með því. Ansgar
vildi heldur fara eftir bókinni, og
þar tók eitt stríðið við af öðru í
frásögninni. Fólkið þar var ekki
annað en hermenn, óg hetjurnar
óðu í blóði, — og það var vonlaust
verk fyrir prestinn að reyna að
vekja meðaumkun drengsins með
þeim, sem blæddi.
Stundum flaug presti það í hug,
að líklega hefði verið réttara að
byrja á því að koma inn í þenna
litla koll hugmyndum um frið og
mannkærleika, áður en hann fór
að lesa um bardaga þessara rán-
gjörnu konunga eða árásir og
launmorð forfeðranna. En svo
mundi hann eftir því, að svona
hafði hann lært, svo að þetta hlaut
að vera rétta leiðin. Jú, Ansgar
mundi verða talsmaður friðarins
— það var áreiðanlegt.
„O-jæja, — allt er í herrans
hendi,“ sagði presturinn af trún-