Dvöl - 01.01.1943, Side 8

Dvöl - 01.01.1943, Side 8
6' „Hverjir koma?“ spurði Re- bekka. „Þrír hervagnar fullir af vopn- uðum hermönnum og svartir, fnæsandi stríðsfákar fyrir.“ „Hvaða vitleysa, drengur,“ sagði faðirinn byrstur. „Nú, jæja, en það koma samt þrír vagnar með borgarfólki,“ sagði Ansgar og sté af baki. „Við skulum koma inn, Re- bekka,“ sagði presturinn og sneri sér við. En í sama bili komu fyrstu hest- arnir í ljós á brekkubrúninni. Það voru að vísu ekki fnæsandi stríðs- fákar, en þó var tilkomumikil sjón að sjá vagn eftir vagn koma upp í sólskinið á brúninni, með skær- um litum og glöðum andlitum. Rebekka gat ekki varizt því að standa kyrr og horfa á. í fyrsta vagninum sat roskinn maður og myndarleg kona í aftur- sætinu. í framsætinu var ung stúlka, og um leið og vagninn kom inn í húsagarðinn, reis ungur maður upp í sætinu við hlið henn- ar og horfði heim að bænum. Re- bekka starði óafvitandi á hann. „En hvað hér er fallegt," hróp- aði ungi maðurinn. Prestssetrið stóð á neðsta ásn- um við ströndina, svo að hinn víði og blái sjóndeildarhringur kom allt í einu í ljós, þegar komið var inn í garðinn. Maðurinn í aftursætinu teygði sig dálítið fram og sagði. „Já, hér er fallegt. Það gleður mig, að þér D V Ö 0 hafið auga fyrir sérkennilegri náttúrufegurð, herra Lintzow.“ í sama bili mætti ungi maður- inn augum Rebekku, og þá leit hún skyndilega niður. En hann þreif í ekilinn og hrópaði: „Hér skulum við stanza." „Uss, uss,“ sagði konan i aftur- sætinu brosandi, „Það er ekki sæmilegt, herra Lintzow. Þetta er prestssetrið." „Alveg sama,“ sagði ungi mað- urinn í léttum róm, um leið og hann stökk út úr vagninum. „Eruð þið ekki á sama máli,“ kallaði hann til hins fólksins. „Hér hvílum við okkur ögn.“ „Jú, jú,“ kói-svaraði hið káta fólk og fór að hoppa ofan úr vögn- unum. En þá stóð virðulegi maðurinn í fremsta vagninum upp og sagði: „Nei, nei, vinir mínir. Þetta getur ekki gengið. Við getum ekki setzt að hjá prestinum, sem við þekkj- um ekkert. Eftir tíu mínútur erum við komin til lénsmannsins, og hann er vanur að taka á móti ó- kunnugum“. Hann ætlaöi að fara að gefa skipun um að halda áfram, þegar presturinn kom út í dyrnar og heilsaöi vingjarnlega. Hann þekkti Hartwig ræðismann í sjón. Hann var voldugasti maðurinn í borg- inni. „Ef ferðafólkið vill gera sér að góðu að stanza hjá mér, þá er mér það mikil ánægja. Og ég get fullvissaö það um, að útsýnið —“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.