Dvöl - 01.01.1943, Side 8
6'
„Hverjir koma?“ spurði Re-
bekka.
„Þrír hervagnar fullir af vopn-
uðum hermönnum og svartir,
fnæsandi stríðsfákar fyrir.“
„Hvaða vitleysa, drengur,“ sagði
faðirinn byrstur.
„Nú, jæja, en það koma samt
þrír vagnar með borgarfólki,“
sagði Ansgar og sté af baki.
„Við skulum koma inn, Re-
bekka,“ sagði presturinn og sneri
sér við.
En í sama bili komu fyrstu hest-
arnir í ljós á brekkubrúninni. Það
voru að vísu ekki fnæsandi stríðs-
fákar, en þó var tilkomumikil sjón
að sjá vagn eftir vagn koma upp
í sólskinið á brúninni, með skær-
um litum og glöðum andlitum.
Rebekka gat ekki varizt því að
standa kyrr og horfa á.
í fyrsta vagninum sat roskinn
maður og myndarleg kona í aftur-
sætinu. í framsætinu var ung
stúlka, og um leið og vagninn kom
inn í húsagarðinn, reis ungur
maður upp í sætinu við hlið henn-
ar og horfði heim að bænum. Re-
bekka starði óafvitandi á hann.
„En hvað hér er fallegt," hróp-
aði ungi maðurinn.
Prestssetrið stóð á neðsta ásn-
um við ströndina, svo að hinn víði
og blái sjóndeildarhringur kom
allt í einu í ljós, þegar komið var
inn í garðinn.
Maðurinn í aftursætinu teygði
sig dálítið fram og sagði. „Já, hér
er fallegt. Það gleður mig, að þér
D V Ö 0
hafið auga fyrir sérkennilegri
náttúrufegurð, herra Lintzow.“
í sama bili mætti ungi maður-
inn augum Rebekku, og þá leit
hún skyndilega niður. En hann
þreif í ekilinn og hrópaði: „Hér
skulum við stanza."
„Uss, uss,“ sagði konan i aftur-
sætinu brosandi, „Það er ekki
sæmilegt, herra Lintzow. Þetta er
prestssetrið."
„Alveg sama,“ sagði ungi mað-
urinn í léttum róm, um leið og
hann stökk út úr vagninum. „Eruð
þið ekki á sama máli,“ kallaði hann
til hins fólksins. „Hér hvílum við
okkur ögn.“
„Jú, jú,“ kói-svaraði hið káta
fólk og fór að hoppa ofan úr vögn-
unum.
En þá stóð virðulegi maðurinn
í fremsta vagninum upp og sagði:
„Nei, nei, vinir mínir. Þetta getur
ekki gengið. Við getum ekki setzt
að hjá prestinum, sem við þekkj-
um ekkert. Eftir tíu mínútur erum
við komin til lénsmannsins, og
hann er vanur að taka á móti ó-
kunnugum“.
Hann ætlaöi að fara að gefa
skipun um að halda áfram, þegar
presturinn kom út í dyrnar og
heilsaöi vingjarnlega. Hann þekkti
Hartwig ræðismann í sjón. Hann
var voldugasti maðurinn í borg-
inni.
„Ef ferðafólkið vill gera sér að
góðu að stanza hjá mér, þá er
mér það mikil ánægja. Og ég get
fullvissaö það um, að útsýnið —“.