Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 9
D VÖL
„Nei, góði prestur, þér eruð allt
of vingjarnlegur. Við viljum alls
ekki níðast á góðvild yðar, og ég
verð að biðja yður afsökunar á
framferði þessa unga fólks“, sagði
frú Hartwig í öngum sínum, þeg-
ar hún sá, að yngsti sonur hennar,
sem verið hafði í aftasta vagnin-
um, var kominn í innilegar sam-
ræður við Ansgar.
,,En ég get fullvissað yður um
það, frú“, svaraði presturinn
brosandi, „að ég og dóttir mín
mundum fagna þessari tilbreyt-
ingu í einveru okkar“.
Lintzow opnaði nú vagnhurðina
og hneigði sig hátíðlega um leið.
Ræðismaðurinn leit á konu sína og
hún á hann. Presturinn endurtók
boð sitt, og endirinn varð sá, að
þau stigu út úr vagninum, dálítið
hikandi og brosandi, og fylgdust
með prestinum inn í dagstofuna.
Þar fóru svo fram nýjar afsak-
anir og kynningar. Þetta ferðafólk
var Hartwig-fjölskyldan og nokkr-
ir kunningjar hennar, og ferða-
lagið var eiginlega farið vegna
Max Lintzow, sem var vinur elzta
sonarins og dvaldi um þessar
mundir hjá ræðismanninum.
„Dóttir mín, Rebekka“, sagði
presturinn, „mun áreiðanlega eftir
beztu getu------
„Nei, bíðið nú, herra prestur“,
tók frúin fram í með ákafa. „Nú
er nóg komið'. Þó að herra Lintzow
og sonum mínum hafi tekizt að
troða okkur inn í heimili yðar,
þá sleppi ég nú ekki stjórninni al-
7
veg. Veitingarnar mun ég sjá um.
Jæja“, sagði hún og sneri sér að
fólkinu, „takið nestistöskurnar úr
vögnunum. En þér, kæra barn,
skuluð nú skemmta yður með unga
fólkinu. Látið mig um framreiðsl-
una — því er ég vönust".
Og þessi góöa koria leit sinum
góðlegu, gráu augum á prests-
dótturina og klappaði henni á
kinnina.
En hvað það var viðfelldið. Hvíta,
mjúka höndin var svo hlý og blíð-
leg. Tárin voru nærri komin fram
í augu Rebekku. Hún stóð kyrr
eins og hún byggist við, að konan
mundi faðma hana að sér og hvísla
einhverju í eyra hennar, sem hún
hafði lengi þráð.
Samtalið hélt áfram. Unga fólk-
ið kom með alls kyns undarlega
pinkla og böggla, og kátínan óx
stöðugt. Frú Hartwig kastaði kápu
sinni yfir stólbak og tók til við
matseljustörfin. En ungdómurinn
— meö Lintzow í broddi fylkingar
— tók að ærslast og leika sér.
Jafnvel presturinn smitaðist af
glaðværðinni, og sér til mikillar
undrunar sá Rebekka föður sinn
— ásamt Lintzow — fela stóran
böggul undir kápu frúarinnar.
Að síðustu varð frúin þreytt á
öllum þessum ærslum í kringum
sig og sagði: „Kæra Rebekka, er
ekki eitthvaö merkilegt að skoða
hér í grenndinni — því lengra
burtu, því betra — svo að ég gæti
losnað við þessa hérvillinga stund-
arkorn?“