Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 14
12
um — á augun og munninn. Þess
á milli nefndi hann nafn hennar
og talaði til hennar sundurlausum
ástarorðum — og svo kyssti hann
hana aftur og aftur. Þá var kallað
að heiman. Hann sleppti henni og
hljóp niður hæðina. Hestarnir
stöppuðu, og ungi maðurinn stökk
inn í vagninn, sem rann þegar af
stað. En um leið og hann skellti
vagnhurðinni aftur, missti hann
blómvöndinn. Aðeins ein fjóla varð
eftir í hönd hans.
„Ja — það er líklega ekki til
neins að bjóða yður þessa einu,
ungfrú?“ sagði hann.
„Nei, þökk fyrir. Hana skuluð þér
eiga til minningar um fimleik yð-
ar,“ svaraði ungfrúin háðslega.
„Já — það er alveg satt —. Það
ætla ég að gera“, sagði Max Lint-
zow með rósemi.
En morguninn eftir dansleikinn,
þegar hann fór í hversdagsjakk-
ann, fann hann visna fjólu í brjóst-
hneppslunni. Hann sleit blómkoll-
inn af og dró svo stilkinn út.
„Já, það var satt“, sagði hann
og horfði brosandi á sjálfan sig
í speglinum. „Henni var ég nærri
búinn að gleyma“.
Um kvöldið fór hann til borgar-
innar — og svo gleymdi hann
henni alveg.
Sumarið kom með heitum og
löngum dögum og ljósum nóttum.
Reykur skipanna, sem framhjá
sigldu, lá í dökkum rákum yfir
lognkyrru hafsborðinu. Seglskipin
D V Ö L
snigluðust áfram með slök segl og
voru heilan dag að komast út fyr-
ir sjóndeildarhringinn.
Nokkur tími leið áður en prest-
urinn tók eftir nokkurri breytingu
í fari dóttur sinnar. En smátt og
smátt varð honum ljóst, að dóttir
hans dafnaði ekki vel þetta sum-
ar. Hún varð föl og guggin og
dvaldi löngum í herbergi sínu. Hún
kom mjög sjaldan í skrifstofuna
til föður síns, og að síðustu fannst
honum, að hún forðaðist sig.
Þá talaði hann alvarlega við
hana og bað hana að segja sér,
hvort hún væri sjúk, eða hvort
eitthvað þjakaði samvizku hennar
og skyggði á lífsgleði hennar.
En hún fór þá að gráta og svar-
aði fáu. Henni leið samt betur eftir
þetta samtal og sótti ekki eins í
einveruna, en var oftar hjá föður
sínum. En hinn fyrri, glaði hljóm-
ur í máli hennar var horfinn, og
augu hennar voru ekki jafn björt
og áður.
Læknirinn kom og rannsakaöi
hana. Hún varð feimin og rjóð og
fór svo að gráta svo ákaft, að
gamla lækninum féll allur ketill
í eld. Hann yfirgaf hana í her-
bergi sínu og gekk niður í skrif-
stofuna til prestsins.
„Jæja, læknir. — Hvað segið þér
um dóttur mína?“
„Segið mér, prestur", byrjaði
læknirinn varlega. „Hefir dóttir
yðar komizt í ákafa geðshræringu
nýlega — hm — nokkrar----------“.
„Freistingar — meinið þér?“