Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 15
DVÖL
„Já — nei — ekki eiginlega það.
En hefir hún orðiö fyrir mikilli
sorg — eða — í hreinskilni sagt —
nokkurri ástarsorg?“
Það var ekki laust við, að prest-
urinn fyrtist svolítið. Hvernig gat
lækninum dottið í hug, að dóttir
hans — Rebekka — sem ætíð opn-
aði hjarta sitt fyrir honum, leyndi
hann þess konar sorgum? Og þar
að auki gat hver maður séð, að
Rebekka var ekki ein af þeim
stúlkum, sem hafa kollinn fullan
af rómantískum ástardraumum.
Hún hafði heldur aldrei farið að
heiman frá honum, og hvernig
gæti þetta þá átt sér stað? „Nei
— nei, góði læknir. Þessi sjúk-
dómsgreining er ekki skarpleg hjá
yður“, sagði presturinn brosandi
að lokum.
„Jæja — jæja, látum það gott
heita“, sagði læknirinn og skrifaði
lyfseðil, sem að minnsta kosti gat
ekki gert neitt illt. Hann þekkti
að vísu ekkert öruggt lyf við ást-
arsorg — en honum fannst rétt að
halda venjunni.
Heimsókn læknisins hafði aukið
Rebekku ótta. Hún gætti sín nú
enn betur en áður og neytti allrar
orku til þess að sýnast glöð og
eölileg. Engan mátti gruna, hvað
skeð hafði — að ungur, alókunn-
ugur maður hefði haldið henni í
faðmi sínum og kysst hana mörg-
um sinnum. Hún kafroðnaði í
hvert sinn, sem hún hugsaði um
það. Hún þvoði sér oft á dag, en
fannst hún þó aldrei verða hrein.
13
En hvað hafði eiginlega skeð?
Var það ekki óbærileg smán? Var
hún nokkru betri núna, en þær
óhamingjusömu stúlkur, sem
höfðu hrasað, og hún hafði hugs-
að um með skelfingu, og aldrei
getað skilið? Bara að hún gæti
talað við einhvern um þetta. Ef
hún aðeins gæti létt af hjarta sínu
efanum ög óvissunni, sem kvaldi
hana, fengið að vita, hvað hún
ætti að gera, hvort hún mætti
horfa óhrædd í augu föður síns —
eða hvort hún væri bersyndug
kona.
Faðir hennar bað hana oft að
segja sér, hvað amaði að henni,
því að hann fann, að hann var
dulinn einhvers. En þegar hún leit
í augu hans — þessi hreinu og
skæru augu — varð ómögulegt að
minnast á þetta. Þá gat hún ekk-
ert nema grátið.
Stundum minntist hún hinnar
mjúku og hlýju handar frú Hart-
wig, en hún var ókunnug og svo
fjarlæg. Hún átti einkis annars
úrkostar en að bera harm sinn í
hljóðij svo að engan grunaði neitt.
Og hann, sem ferðaðist úti í
löndum, með glaða andlitið en
harminn í hjartanu. Skyldi hún
aldrei fá að sjá hann aftur? Hvar
skyldi hún geta falið sig, ef hann
yrði einhvern tíma á vegi hennar.
Um hann snerist allur hennar efi
og sársauki, en þó án allrar
beiskju eða ásökunar. Og allar
þessar þjáningar tengdu hana
enn fastari böndum við hann, og