Dvöl - 01.01.1943, Page 22
20
DVÖL
væri hægt að sanna gegn játn-
ingu hennar, að maðurinn hefði
ráðið sig sjálfur af dögum. Fyrst
kvaðst hann ekki trúa því, en ég
lézt vita betur. Það var auðvitað
ekki alveg heiðarlegt, en það hreif.
Hann tók að spyrja mig, hvort
hún mundi sleppa, ef upplýstist,
að maður hennar hefði fengið eitr-
ið, en ekki hún, gat ekki verið, að
hún hefði náð því hjá honum? Það
var auðvitað ekki óhugsandi, en
ég fann, að maðurinn leyndi ein-
hverju. Ég lagði því áherzlu á, að
hún mundi hafa sagt hið sanna
um hvar hún hefði komizt yfir
eitrið, fyrst hún játaði að hafa
myrt manninn. Þá fór hann til
sýslumannsins og gerði þá játn-
ingu, að hann hefði látið hinn
látna hafa eitrið kvöldið, sem hann
dó. Hann fékk það vitanlega undir
fölsku yfirskini, lyfsalanum datt
ekki í hug, að hann ætlaði að
misnota það, hann trúði blátt á-
fram vini sínum.
Var þetta svo nokkur sönnun
fyrir því, að kerlingin hefði ekki
drepið manninn? spurði ég.
Hjónin voru hætt að brosa að
orðbragði mínu, en í þess stað fékk
ég meira kaffi.
Já, greip sýslumaður fram í. Ég
sagði ekkjunni, að ég gæti ekki
tekið trúanlegar staðhæfingar
hennar um það, hvar hún hefði
fengið eitrið, og benti henni á, að
bezt væri fyrir hana að segja all-
an sannleikann,enn gæti hún tekið
aftur játningu sína eða sagt ná-
kvæmlega frá, hvar hún hefði
fengið eitrið og gert ítarlega grein
fyrir, hvers vegna hún hefði unn-
ið þetta óhappaverk. Yrði hún
sýknuð einungis vegna þess, að
rétturinn vantreysti játningu
hennar, mundi hún verða að þola
mikið undir áliti almennings.
Jafnframt spurði ég, hvort strikn-
ín hefði nokkurn tíma verið til á
heimilinu, maður hennar átt það,
eða annar. Þá kom hún með nýja
útgáfu: maður hennar átti eitrið,
hún náði því frá honum.
Aðspurð, hvenær.
Daginn, sem hann dó.
Á hvaða tíma dags?
Fyrir hádegi, meðan hann var í
skrifstofunni.
Hvar geymdi hún það?
í herbergi sínu, þar til um kvöld-
ið, er hún færði honum vatn að
drekka, sem hún hafði blandað
eitrinu.
Þá var lesinn upp fyrir henni
framburður lyfsalans um að mað-
ur hennar hefði fengið eitrið rétt
fyrir klukkan sjö kvöldið, sem
hann andaðist.
Hverju laug hún þá? spurði ég.
Þá var öllu lokið, hún tók aftur
játningu sína, og það reyndist ó-
kleift að sanna á hana þennan
glæp, ef hún ekki meðgekk hann
af frjálsum vilja.
Og þá létti þér, þegar fiskurinn
slapp af önglinum, mikil er mann-
úð þín. Ég held ég hefði notað mér
játninguna til þess að hengja
hana, eða hvað það nú er, sem við