Dvöl - 01.01.1943, Side 24
22
D VOL
ii' mér, og ég er viss um, að hann
var takmarkalaust ógæfusamur
maður. Ég get ekki komið með
nein dæmi þessari fullyrðingu
minni til sönnunar, það er næm-
leiki minn, sem ég get ekki lýst
nánar, er skapaði þetta álit mitt
á honum, og ég sannfærðist um
gildi þess eftir samræður mínar
við ekkjuna, þegar máli hennar
var lokið. Þekking hennar á hon-
um var hin sama og mín, reynsla
hennar náði aðeins lengra — inn
í svefnherbergi þeirra.
Ég þekki Soffíu einnig mjög vel,
ef til vill betur en hægt var að
kynnast honum, hún er óbrotnari
manneskja, hrekklaus og einlæg,
og var ákaflega ástfangin af hon-
um, þegar þau giftust. Hann gat
líka verið töfrandi, þegar hann lék
hlutverk biðilsins.
Þau höfðu ekki verið lengi í
hjónabandi, þegar hún fór að
uppgötva leiklist hans, hún kom
ekki fram í neinum stórvægilegum
atriðum, leikaraskapurinn lá í
hverju hans viðviki, ekkert orð var
sagt í einlægni, ekkert atlot úti-
látið án hans. Nætur þeirra voru
ekki hlaðnar ástríðum eða ein-
lægri sameiningu, hún lýsti þeim
fyrir mér með þessum orðum:
„Mér fannst við alltaf vera fyrir
opnum tjöldum.“
Hún reyndi að hafa áhrif á hann
til að breyta þessum skapgerðar-
galla, sýndi honum alltaf fyllstu
einlægni, og reyndi að gera smá-
atvik dagsins að sameiginlegum
trúnaðarmálum. Það hafði engin
áhrif, hún fann uppgerðina leggja
af hverri setningu hans og hverri
hreyfingu. Henni fór eins og mér,
hún gat ekki bent á nein hlutlæg
dæmi, og þó var hún svo viss í
sinni sök, að hún talaði hrein-
skilnislega um þetta við hann,
benti honum á, hve innantóm
sambúð þeirra væri, hve orðaleik-
ir hans og látæði væri óviðfelldið
í hinu daglega lífi. Það var árang-
urslaust, einnig þótt hún segði
honum, að allir hentu gys að hon-
um og sæju, að hann væri alltaf
að þykjast. Allt kom fyrir ekki. Og
það sem verst var, hann kúgaði
hana til að taka ósjálfráöan þátt
í leikaraskapnum, þaö var eina
leiðin fyrir hana, ef ekki átti að
ríkja stöðugt uppreisnarástand á
heimilinu. Og jafnframt því kast-
aði hann á hana skugga snillings-
ins, hún hætti að vera persónu-
leiki, varð sem einskis verður
statisti. Og henni duldist ekki á-
nægja hans yfir þessari andlegu
kúgun.
Henni datt í hug að reynast
honum ótrú og vita, hvort ekki
væri hægt með því að vekja hjá
honum ósviknar tilfinningar. En —-
nú, hún framkvæmdi það aldrei.
Smátt og smátt fór hún að hata
hann, hata þetta ósanna líf. Þeg-
ar gestir komu til þeirra, og þar
var oft gestkvæmt, því að hann
kunni bezt við sig í fjölmenni —
frammi fyrir áhorfendum, þá varð
hún oft að taka á öllu til að stilla