Dvöl - 01.01.1943, Síða 25
DVÖL
23
sig, er hún sá hann koma fram í
hinum ýmsu hlutverkum sínum.
Og aldrei var hún lítilfj örlegri og
meira utanveltu, en þegar þau
áttu sameiginlega að geta notið
ánægjustunda með kunningjum
sínum, hann heimtaði alla athygl-
ina sér til handa.
Þegar móðir hennar, sem hún
unni mjög, var jarðsungin, varð
Soffía gripin hysterískum hlátri.
Ég man það vel, allir héldu, að það
væri afkáralegt form sorgarinnar,
sem stafaði af taugaáfalli. Hún
sagði mér nú, að það hefði verið
af því að sjá manninn sinn leika
grátandi tengdason. Eftir það
hætti hún að geta sofið i sama
herbergi og hann.
Hann blekkti flesta með leik-
list sinni, en á börn og dýr verkaði
hann ekki sannfærandi. Þau áttu
hund, sem var mjög elskur að
Soffíu, Davíð gat aldrei almenni-
lega hænt hann að sér. Mér er
minnisstætt, er börnin okkar tvö
spurðu mig einu sinni, þegar
hann hafði verið að gera að gamni
sínu og leika við þau: „Mamma,
af hverju lætur hann svona?“ Þau
fundu, að það var falsað.
Soffía vissi vel, að hann þjáðist,
en hún gat ekkert fyrir hann gert.
Ég held, að enginn hafi getað það.
Hann gat ekki sýnt neinum ein-
lægni eða trúnað, sakir hinnar
takmarkalausu vanmáttarkennd-
ar, er hann barðist við. Hann fékk
orð á sig fyrir að vera gáfaður
niaður og vel að sér, hvorugt var
hann í raun réttri, hann gat aðeins
sýnzt það.
Þetta er fátækleg mynd af marg-
brotnu efni, orð ná illa yfir það,
og ég er ekki orðhög. Hefðir þú
heyrt okkur konurnar tala saman,
mundir þú lítið hafa skilið og
hneykslazt á ræðustílnum. Það
voru hálfar setningar og stutt
augnatillit, en við skildum samt
hvor aðra. Við höfðum líka báðar
þekkt manninn vel.
Þessi sálfræðilegi fyrirlestur
þinn er vel fluttur, hvað sem sann-
færingargildi hans líður. En getur
þú sagt mér, og það helzt með
gjaldgengum orðum, hvers vegna
konukindin þóttist hafa drepið
manninn?
Ég veit ekki, svaraði frúin og
brosti fjarrænum augum. Ég
spurði hana auðvitað ekki að því.
Samtal okkar fór ekki fram sem
yfirheyrsla eða rannsókn. Hún
kom til mín, og ég tók orð hennar
eins og tal hrelldrar sálar, sem
leitast við að létta á sér. Hún var
viss um, að hann hefði fyrirfarið
sér af lífsleiða. Sjálf veit ég ekki,
nema hann hafi verið að leika eitt
hlutverkið, ég get ekki hugsað mér
hann deyja öðru vísi.
Þú botnar þá ekkert í uppátæki
hennar, þrátt fyrir alla þína sál-
arinnsýn?
Geturðu hugsað þér það svona:
Hann hafði kúgað hana og eitrað
allt líf hennar, hún hataði hann,
en stóð algerlega magnlaus and-