Dvöl - 01.01.1943, Side 32
30
D VÖL
Ferðaplstlar frá 102it
Vid landainærln
Fltir Stefdii Jónsson skólnstjóra
"Jl/r ORGUNÚTLITIÐ lofaði engu
góðu um komandi dag.
Vestankaldi með þokusúld er ekki
glæsilegt ferðaveður á Jótlands-
heiðum.
Morgunlestin frá Silkiborg rann
út af járnbrautarstöðinni klukkan
6.47 stundvíslega. Ferðinni var
heitið sem leið liggur þvert suður
og vestur yfir hinar józku heiðar.
Ég hafði í höndum fjórtán daga
farseðil, sem heimilaði mér að
ferðast hvert sem ég vildi með
járnbrautarlestum ríkisins um
hálfs mánaðar tíma. Farseðillinn
kostaði 35 krónur, en vitanlega
gilti hann aðeins i þriðja flokks
vögnum.
Skammt fyrir utan borgina tók
heiðin við. Lestin brunar áfram.
Út um vagngluggana sjást brún-
leitar hæðir og mýrarsund með
tjörnum. Ennþá er úðaregn og
þoka.
Hér áttu íslendingar að bera
beinin, eftir áætlun hinnar dönsku
stjórnar, hugsaði ég og setti upp
ólundarsvip. Heiðalöndin dönsku
eru fáskrúðug frá náttúrunar
hendi og fátt, sem augað gleður.
Guð hefir gert sjóinn, en við
ströndina, segja Hollendingar.
Sama má segja um heiðar Jót-
lands. Guð hefir gert heiðarnar,
en fólkið, hinir iðnu dönsku bænd-
ur og heiðafélögin, hafa gert þær
byggilegar. Hörð var sú barátta,
en sigurkransinn er gerður af
grænum ekrum og skógi vöxnum
hæðum. Hinn sendni og ófrjói
jarðvegur józku heiðanna, hefir
að lokum mýkzt og aukizt að frjó-
uryrðin af tungunni. Útskornu
dýrin hans urðu klunnaleg og
duttu þráfaldlega úr dofnum
höndunum á honum. Hann varð
silalegur í hreyfingum, eins og
ekkert í heimi ræki á eftir honum
að hreyfa hvorn fótinn fram fyrir
annan. Stormsveipur dauðans
hreif hann með sér um veturinn,
þegar hann ók bílnum sínum nið-
ur heiðarveginn á þeim tíma, sem
hann átti að vera genginn til náða;
bíllinn rakst á tré og klesstist sam-
an.
Enginn gerði tilkall til pening-
anna hans — né heldur hljóðláta
eyðibæjarins, þar sem rotturnar
hlupu yfir autt rúmið.