Dvöl - 01.01.1943, Side 34
32
DVÖL
eru stórar hjaröir nautgripa á
beit.
Við nálgumst borgina Tönder,
sem er rétt norðan við hin nýju
landamæri. Fyrir fáum árum var
borgin þýzk, þótt íbúarnir væru
margir danskir.
Alltaf kemur nýtt og nýtt fólk
inn í lestina, kemur og fer. Fólkið
er alúðlegt og myndarlegt, en á-
hyggjur og raunir hafa markað
rúnir sínar á andlitin. Þarna er
ekki hið glaða, áhyggjulausa
danska yfirbragð. Öll landamæra-
héröð eiga sína þjáningasögu.
Hjá mér situr gömul kona. Við
ræðum um daginn og veginn. Talið
berst að stríðslokunum og liðnum
árum. Hún var seytján ára 1864,
þegar þýzkur her brauzt norður
yfir landamærin og dreifði sér um
allt Jótland norður til Limafjarð-
ar. Þá voru víða erfiðir dagar og
þröng fyrir dyrum á dönskum
heimilum. Jótland var í hers
höndum. Hermönnum var skipt
niður til dvalar á bæina — þrír,
fimm til sjö á hvert heimili eftir
stærð búsins. Fyrstu dagana lok-
aði hún sig uppi á geymslulofti til
að forðast þessa óboðnu gesti. —
— Margt gerðist þá á fámennum
heimilum, sem aldrei hefir verið
fært í letur. Sagan er þögul um
baráttu einstaklinganna á slík-
um hörmungatímum. — Aðeins
fimm ár eru liöin frá lokum
heimsstyrjaldarinnar. Nú erum
við í þeim héröðum, er Þjóðverjar
stjórnuðu þau hörmungaár. Öllum
ber saman um það, að hvergi hafi
herútboði verið beitt með meiri
hörku en í Suður-Jótlandi. Hver
vinnufær maður var að síðustu
kominn í herinn. Heima voru að-
eins konur, börn og gamalmenni.
í einni lítilli kirkjusókn er minn-
ismerki í kirkjugarðinum um ní-
tján fallna æskumenn. - Ung kona
segir frá því, að öll stríðsárin hafi
hún átt bróður í landher Þjóð-
verja. Hann var oft í fremstu víg-
línu. Hann særist aldrei. Kúlur og
handsprengjur sneiða hjá honum,
þar til 7. nóvember 1918, fjórum
dögum fyrir vopnahléið. Þá fékk
hann banaskot. — — — Unga
konan bregður klútnum upp að
andlitinu. Samræðurnar slitna um
stund. Allir verða snortnir af
harmleik örlaganna. Karlmenn-
irnir segja fátt. Þeir hafa víst
flestir verið í harmleiknum. Minn-
ingar stríðsins eru of daprar —
atburðir stríðsins of nærri, til þess
að þeir geti tekið þátt í umræð-
unum.
í Tönder.
Lestin brunar inn á járnbraut-
arstöðina í Tönder. Ég hefi ákveð-
ið að skipta um lest og taka mér
far með lest, sem gengur þvert
austur yfir Suður-Jótland norðan
landamæranna. Ég verð því að
bíða í Tönder tvær eða þrjár
stundir. Ég þekki engan og hefi
enga áætlun. Ég geng út úr járn-
brautarstöðinni og fer að skoða
borgina. Er ég virkilega staddur í
danskri borg? Hér eru illa máluð