Dvöl - 01.01.1943, Síða 35

Dvöl - 01.01.1943, Síða 35
DVÖL 33 hús, gömul og fornfáleg og mis- siginn undir þeim grunnurinn. Göturnar eru margar steinlagðar, en jarðvegurinn er svo gljúpur, að hnjúskar og dæidir hafa myndazt í steinlegginguna. Það er sunnu- dagskvöld. Pólkið streymir um göturnar. Þýzka og danska heyr- ist jöfnum höndum. Öll götunöfn eru á báðum málunum. Auglýsing- ar í búðargluggum eru ýmist á þýzku eða dönsku og sums staðar á báðum málunum. Ég geng með- fram langri steingirðingu. Það er sjaldgæft í Danmörku að sjá krot- að á hús eða veggi, en hér er eitt- hvað skrifað með svartkrít. Ég fer að lesa. Allt er þetta háðglósur og hnífilyrði til Þjóðverja, skrifað á þýzku. „Hafa Þjóðverjar borðað miðdegisverðinn í París?“ stend- ur á einum stað. Á öðrum stað er þetta skráð með stóru, svörtu letri: „Hernaðarráðagerðir Þjóð- verja og hermennirnir þýzku eru eins. Það er rassinn úr buxum hermannanna og rassinn úr ráða- gerðum Þjóðverja". — Nóg var af slíkum skrifum. Ég reika inn í kaffihús. Þar eru nokkrir bændur úr nágrenninu að drekka öl. Þeir eru í þykkum vað- málsklæðum og vaðstígvélum. Þeir eru dálítið klunnalegir og mjög ólíkir hinum prúðu sjá- lenzku bændum. Gestgjafinn er grannur og mjósleginn með Gyð- ingsnef. Þegar fækkaði í stofunni, settist hann hjá mér, og við tókum tal saman. Er hann vissi, að ég var frá íslandi, vildi hann fræða mig um aila hluti. Talið berst að nýju landamærunum og atkvæða- greiðsiunni um það, hvoru iand- inu hvert hérað vildi sameinast. Þegar hann minnist á Þjóðverja, lækkar hann róminn, en svipurinn verður harður og þráalegur. „Hér í Tönder er meir en nóg af Þjóð- verjum“, segir hann. „Ef Tönder hefði verið ein sér í atkvæða- greiðslunni, þá væri Tönder ennþá þýzkur bær; en héraðið — sveitin í kring — greiddi atkvæöi með okkur og þar vorum við Danir í miklum meirahluta". Svipurinn hlýnar; hann nýtur þess enn að hafa sigrað og sameinazt sínu kæra föðurlandi. — Um kvöldið klukkan níu fór járnbrautarlestin. Nú sé ég lítið yfir landið, því að birtu er brugð- ið og bráðlega skollin yfir koldimm nótt, þótt nú sé lengstur dagur. Sveitin er þarna raklend og strjál- býl. Danir kalla landamærahér- uðin „dauðabeltið", og hefir það tvenns konar merkingu. Um klukkan 11.30 nemur lestin staðar í járnbrautarbænum Thinglev. Þá er fulldimmt af nóttu. Ég er þreyttur og þrái hvíld, en landamærafólkið og þrautir þess halda vöku fyrir mér. Her- bergið er leiðinlegt og loftið þungt. Ég þrái „nóttlausa voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.