Dvöl - 01.01.1943, Síða 35
DVÖL
33
hús, gömul og fornfáleg og mis-
siginn undir þeim grunnurinn.
Göturnar eru margar steinlagðar,
en jarðvegurinn er svo gljúpur, að
hnjúskar og dæidir hafa myndazt
í steinlegginguna. Það er sunnu-
dagskvöld. Pólkið streymir um
göturnar. Þýzka og danska heyr-
ist jöfnum höndum. Öll götunöfn
eru á báðum málunum. Auglýsing-
ar í búðargluggum eru ýmist á
þýzku eða dönsku og sums staðar
á báðum málunum. Ég geng með-
fram langri steingirðingu. Það er
sjaldgæft í Danmörku að sjá krot-
að á hús eða veggi, en hér er eitt-
hvað skrifað með svartkrít. Ég fer
að lesa. Allt er þetta háðglósur og
hnífilyrði til Þjóðverja, skrifað á
þýzku. „Hafa Þjóðverjar borðað
miðdegisverðinn í París?“ stend-
ur á einum stað. Á öðrum stað er
þetta skráð með stóru, svörtu
letri: „Hernaðarráðagerðir Þjóð-
verja og hermennirnir þýzku eru
eins. Það er rassinn úr buxum
hermannanna og rassinn úr ráða-
gerðum Þjóðverja". — Nóg var af
slíkum skrifum.
Ég reika inn í kaffihús. Þar eru
nokkrir bændur úr nágrenninu að
drekka öl. Þeir eru í þykkum vað-
málsklæðum og vaðstígvélum.
Þeir eru dálítið klunnalegir og
mjög ólíkir hinum prúðu sjá-
lenzku bændum. Gestgjafinn er
grannur og mjósleginn með Gyð-
ingsnef.
Þegar fækkaði í stofunni, settist
hann hjá mér, og við tókum tal
saman. Er hann vissi, að ég var frá
íslandi, vildi hann fræða mig um
aila hluti. Talið berst að nýju
landamærunum og atkvæða-
greiðsiunni um það, hvoru iand-
inu hvert hérað vildi sameinast.
Þegar hann minnist á Þjóðverja,
lækkar hann róminn, en svipurinn
verður harður og þráalegur. „Hér
í Tönder er meir en nóg af Þjóð-
verjum“, segir hann. „Ef Tönder
hefði verið ein sér í atkvæða-
greiðslunni, þá væri Tönder ennþá
þýzkur bær; en héraðið — sveitin
í kring — greiddi atkvæöi með
okkur og þar vorum við Danir í
miklum meirahluta". Svipurinn
hlýnar; hann nýtur þess enn að
hafa sigrað og sameinazt sínu
kæra föðurlandi. —
Um kvöldið klukkan níu fór
járnbrautarlestin. Nú sé ég lítið
yfir landið, því að birtu er brugð-
ið og bráðlega skollin yfir koldimm
nótt, þótt nú sé lengstur dagur.
Sveitin er þarna raklend og strjál-
býl. Danir kalla landamærahér-
uðin „dauðabeltið", og hefir það
tvenns konar merkingu.
Um klukkan 11.30 nemur lestin
staðar í járnbrautarbænum
Thinglev. Þá er fulldimmt af
nóttu. Ég er þreyttur og þrái hvíld,
en landamærafólkið og þrautir
þess halda vöku fyrir mér. Her-
bergið er leiðinlegt og loftið þungt.
Ég þrái „nóttlausa voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skín“.