Dvöl - 01.01.1943, Side 37
D VÖL
35
bálið'. Allir syngja og dansa þjóð-
dansa. Um 400 manns er þarna
samankomnir,hvaðanæva af Norð-
urlöndum. Allir syngja hinar
norsku og sænsku þjóðvísur. Jóns-
messunóttin er hlý og skuggasæl.
Dansinn er í fullu fjöri, og söng-
urinn hljóðnar aldrei. Þegar einn
þreytist að stjórna, tekur annar
við. Klukkan liy2 er dansinum
hætt, þá eiga skólameyjar í Askov
að ganga til náða, og án þeirra
yrði vitanlega dauflegt í dans-
inum. Bjallan hringir og hinar
125 hlýðnu námsmeyjar kveðja
dansherrana í flýti og halda
syngjandi til skólans. — Að morgni
byrjar kenslan. — Lífið er ekki
stöðugur leikur um rökkursæl
kvöld.
Skólinn í Askov er byggður sem
útvígi í þjóðernisbaráttu Suö'ur-
Jóta. Fyrsta skólahúsið er reist
sumarið 1865, og kennsla hófst
þá um haustið. Það sama sumar
var gróðursett í garði skólans
beykitré, og hefir hvort tveggja
blómgazt vel, skólinn og tréð.
Skólinn ræður nú yfir mörgum
húsum, og beykitréð er hávaxið
með þétta laufkrónu. Forgöngu-
menn skólans höfðu áður haft
skóla í Rödding, sem er smáþorp
litlu sunnar, en eftir friðarskil-
málana 1864 var Rödding undir
þýzkri stjórn. Þar gat skólinn ekki
haldið áfram með sama sniði og
áður. Hann var því fluttur norð-
ur yfir landamærin og valinn
staður í Askov. Æskulýðurinn
sunnan landamæranna streymþi
í skólann. Þar nam hann sögu
þjóðar sinnar, lærði málið, og þar
voru kynntir eldar ættjarðarástar-
innar.
Nemendurnir frá Askov urðu
margir forvígismenn í þjóðernis-
baráttu Suður-Jóta. Skólinn í
Askov reyndist öflugt vígi gagn-
vart þýzkri yfirdrottnun, og marg-
ur hefir þaðan komið með veglegt
vegarnesti.
Farkennari hinna fráskildu.
í dag er afmæli frú Appel. Hún
gegnir skólastjórastörfum þetta
sumar i fjarveru bónda síns, Ja-
kobs Appel, sem er ráðherra. Um
kvöldið koma nemendur og gestir
saman í hátíðasal skólans til
súkkulaðidrykkju. Sessunautur
minn er frændi frúarinnar og
starfar sem farkennari á vegum
dönsku stjórnarinnar sunnan
landamæranna. Meirihluti at-
kvæða réði, hvaða héröð samein-
uðust aftur Danmörku, en margt
af dönsku fólki býr þó enn sunnan
hinna nýju landamæra. Við und-
irbúning atkvæðagreiðslunnar
beittu báðir aðilar miklum áróðri,
og sumir sendimenn dönsku stjórn-
arinnar fóru langt suður í þau
héröð, sem nú eru sunnan landa-
mæranna og hvöttu fólkið með
Danmörku.
Þeir, sem höfðu gert sér vonir
um að sameinast Danmörku, urðu