Dvöl - 01.01.1943, Síða 40
38
Ranða blómfð
Eftir Vsevoloff Mikajlóvíts <i!arsjiii
Jón IleLgasim þýddi
D VÖL
I.
ANN HRÓPAÐI hárri og
skrækri röddu:
„í umboði hágöfugs keisara vors,
Péturs I., fyrirskipa ég endur-
skipulagningu þessa örvitahælis!"
Bókari hælisins gat ekki varizt
brosi, er hann skráði nafn vitfirr-
ingsins í stóra og máða bók, er
lá á skellóttu skrifborðinu. En
tveir ungir menn, er voru í fylgd
með hinum vitfirrta manni, hlógu
ekki. Þeir urðu að beita öllu þreki
sínu til þess að standa uppréttir
eftir tveggja daga hvíldarlaust
járnbrautarferðalag með vitskert-
an mann. Á brautarstöð einni, er
þeir áttu skammt ófarið, hafði
komið á hann æði, og það var eigi
fyrr en lestarstjórinn og hermaður
höfðu verið kvaddir til hjálpar, að
þeim tókst að koma á hann bönd-
um. Og nú voru þeir að skila hon-
um af höndum sér í vitfirringa-
hælið.
Hann var ferlegur ásýndum.
Utan yfir gráum, hengilrifnum
fötum sínum, var hann í stakki
úr sterkum striga. Hálsmálið var
flegið mjög og langar ermar
treyjunnar reyrðar saman fyrir
aftan bak. Maðurinn hafði ekki
blundað í tíu dægur, og það var
sem í glóð sæi í uppglenntum,
heiftúðlegum augum hans. Neðri
vörin hreptist saman af krampa-
flogum. Hrokkið hárið og úfið
hékk niður á ennið. Hann æddi
fram og aftur um skrifstofuna
með hröðum fótaburði og steig
þungt til gólfs og virti vendilega
fyrir sér gamla skjalaskápa og
stóla með leðursetu, en skotraði
þó annað veifið augum til fylgd-
armanna sinna.
„Farið með hann í deildina
hægra megin“.
„Ég rata, ég rata. Þar kom ég í
fyrra“, sagði vitfirringurinn. „Við
skoðuðum stofnunina þá. Hér
þekki ég þvern kima, svo að það
verður ykkur skrambi erfitt að
villa um mig“.
Hann vatt sér að dyrum, sem
umsjónarmaðurinn hafði opnað,
reigði þóttalega vitskert höfuð sitt,
gekk hvatlega út úr skrifstofunni
og hljóp inn ganginn, þar sem
vistarverur hinna vitskertu manna
voru. Fylgdarmenn hans urðu að
hraða sér til þess að missa eigi af
honum.
„Hringið þið. Hendurnar á mér
hafið þið bundið fyrir aftan bak“.
Dyravörðurinn lét opnar dyrn-
ar, og þeir gengu allir inn.