Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 44
42
DVÖL
hugsanir yðar. Hvers vegna gerið
þér fólki illt? Það hrín ekki á mér.
En hvers vegna hafið þér safnað
hér saman þessum ógæfusömu
mönnum og lokað þá hér inni?
Það sakar mig ekki. Ég skil allt
og er hugrór. En hvernig líður
öllum hinum? Hví beitið þér pynd-
ingum? En sá maður, sem hefir
náð þeim þroska, að ein máttug,
allt skiljandi hugsun er alvöld í
sál hans, getur látið sig einu gilda,
hvar hann býr og hvaða meðferð
hann er beittur. Það er meira að
segja sama, hvort hann lifir eða
deyr. Er þetta ekki satt, læknir?“
„Ef til vill,“ svaraði læknirinn
og tók sér sæti á stól í herbergis-
horninu og horfði enn gaumgæfi-
lega á vitfirringinn, sem flökti
fram og aftur, dró á eftir sér skóna
og hristi löfin á rauðröndóttri baö-
kápu sinni.
Aðstoðarlæknirinn og umsjónar-
maður, er verið höfðu í fylgd með
lækninum, stóðu grafkyrrir við
dyrnar.
„Ég hefi öðlazt slika hugsun,“
hrópaði vitfirringurinn. „Þegar
þessi hugsun kom yfir mig, varð
ég eins og endurfæddur. Ég skynj-
aði af meiri næmleik en áður og
skildi allt gerr. Það, sem ég áður
hafði metið eftir miklar vanga-
veltur og langar röksemdafærslur
skynseminnar, varð auðskilið sjón-
um anda míns. Ég skynjaði allt
það, sem heimspekingarnir hafa
verið að reyna að skilja og kryfja
til mergjar. Söpnun þeirra miklu
tíðinda, að tími og rúm er blekk-
ing ein, birtist í mér sjálfum. Ég
lifi jafnt á öllum tímum. Ég lifi
utan endimarka rúmsins. Ég er
alls staðar, og ég er hvergi. Þess
vegna skiptir mig engu, hvort
heldur þér lokið mig hér inni eða
látið mig lausan, fjötrið mig eða
veitið mér frelsi. Ég hefi veitt því
athygli, að hér eru fleiri slíkir
menn. En fyrir alla aðra er dvölin
hér sönn kvalavist. Hvers vegna
látið þér þá ekki lausa? Hverjum
er það til gagns, að þeir séu hér?“
„Þér segist lifa utan við rúm og
tíma. Þó getið þér ekki vefengt
það, að við erum báðir í þessu her-
bergi klukkan“ — læknirinn leit
á úrið sitt — „hálf tólf hinn 18.
maímánaðar. Hvernig skýrið þér
það?“
„Engan veginn. Mig gildir einu,
hvar og hvenær ég lifi, og fyrst
það gildir mig einu, þá hlýt ég að
lifa alls staðar og á öllum tímum.“
Læknirinn brosti.
„Þetta eru óvenjuleg rök,“ sagði
hann og stóð á fætur. „En ef til
vill hafið þér á réttu að standa.
í guðs friöi. — Viljið þér ekki
annars vindil?“
„Þakka yður fyrir.“ Vitfirring-
urinn nam staðar, tók við vindl-
inum og beit af endanum á hon-
um með miklu fumi. „Þetta skerp-
ir skilninginn. Heimurinn er sem
lagður í lófa manns. Að öðru leyt-
inu eru súrefnin, hins vegar
köfnunarefni. Jafnvægi sköpunar-
verksins næst með samstillingu