Dvöl - 01.01.1943, Síða 46
44
DVÖL
En jafnskjótt og dagur rann og
skarkalinn byrjaði í húsinu, tók
brálsemin að sækja á hann. Hann
þoldi hvorki að heyra né sjá. í
huga hans blönduðust réttar á-
lyktanir og fjarstæðukenndir órar
saman á furðulegan hátt. Hann
vissi, að hann var meðal vitfirr-
inga, en stundum þóttist hann
skynja í fasi þeirra leyndardóms-
fulla eða mikilsverða eiginleika,
sem hann hafði eigi áður orðið vai*
við, heyrt um né vitað að væru til.
Hann þóttist þá vita, að í hælinu
væri fólk frá öllum öldum og
löndum heims. Hér voru lifandi
menn og dauðir. Hér voru frægir
afreksmenn og hermenn, sem féllu
í síðasta stríði. Hann var staddur
meðal töframanna, er höfðu vald
á öllu, en í stærilátu sjálfsmati
þóttist hann þó sjálfur vera höfuð-
paurinn. Allir þessir menn voru
hingað komnir til þess að full-
komna verk, sem hann taldi mik-
ilvægast alls: tortímingu alls þess
illa á jörðinni. Hann vissi ekki,
hvernig það mætti ske, en hann
fann nægan kraft í sér búa til
þess að framkvæma verkið. Hann
gat lesið hugsanir annarra manna.
Hann skynjaði sögu allra hluta.
Stóru álmtrén í garðinum þuldu
honum ævintýri liðinna tíma, hús-
ið, sem í rauninni var ævafornt,
taldi hann reist af Pétri mikla, og
hann var sannfærður um, að
keisarinn hefði búið þar, þegar
orrustan við Poltava var háð. Hann
hafði lesið þetta allt á veggjum
hússins og ráðið það af rúnum
gamalla múrsteina og spreka, sem
hann fann í garðinum. Öll saga
hússins var þar letruð. í líkhús-
inu taldi hann á reiki margar tug-
þúsundir löngu dauðra manna, og
rýndi löngum forvitnisaugum inn
um glugga, sem var á kjallara
þess. Þegar sólarbirtan sindraði á
gömlum, marglitum og óhreinum
rúðum hælisins, þóttist hann
greina þar andlit manna, er hann
hafði þekkt eða séð myndir af.
Þegar veður batnaði, fengu
sjúklingarnir að hafast við í
garðinum. Sá hluti hans, sem
þeim var frjálst að fara um, var
ekki stór. Hann var vaxinn trjám,
en blóm gróðursett hér og þar.
Gæzlumennirnir létu alla vinna,
sem til þess voru færir. Þeir sóp-
uðu stígana og stráðu á þá sandi
og hlúðu að blómunum og vökvuðu
þau. Sjálfir höfðu þeir sáð til
þeirra og gróðursett þau. í einu
horni uxu kirsuberjatré í þéttri
hvirfingu, en meðfram hvirfing-
unni var gangstlgur með álm-
trjám beggja vegna. Uppi á ofur-
litlum hóli rétt við stíginn, var
fallegasta blómabeðið í garðinum.
í öðrum enda beðsins uxu mjög
litskær blóm, og í miðju var furðu-
lega stór georgína, sjaldgæf blóm-
jurt: krónan gul með rauðum
flekkjum. Hún var miðdepill alls
garðsins og dró strax að sér at-
hygli. Það duldist ekki, að margir
vitfirringanna virtu hana fyrir
sér með leyndardómsfullu augna-