Dvöl - 01.01.1943, Síða 47
D VÖL
45
ráði. Nýi sjúklingurinn umgekkst
hana líka með varúð og virðingu,
eins og hann stæði þar andspænis
sjálfri sál hússins og garðsins.
Sjúklingarnir höfðu oftlega gróð-
ursett blóm meðfram stígnum.
Þar voru margs konar skrautjurt-
ir: rósarunnar, hvítar petúníur,
stórir tóbaksrunnar með litlum,
rósrauðum blómum, myntur,
bleikjurtir og draumsóleyjar.
Framundan dyrunum óx svefngras
af mjög sjaldgæfri tegund, miklu
smærri en gerist og blómin lif-
rauð. Þessi blóm höfðu fyrst vakið
athygli hans forðum, þegar hann
leit út í garðinn gegnum rúðuna
í hurðinni.
Hann var ekki kominn lengra
en út á dyraþrepið í fyrsta skipt-
ið, sem honum var hleypt út í
garðinn, þegar hann festi augun
á þessum litprúðu blómum. Tvö
þeirra stóðu svo til saman. Þau
stóðu ein síns liðs í reit, sem ekki
hafði verið hirt um, og allt í kring
um þau greru netlur og vaxtar-
mikið gras.
Sjúklingarnir streymdu út, og
umsjónarmaður, sem stóð við
dyrnar, fékk hverjum einum hvíta
prjónahúfu með rauðum krossi
framan á. Þessar húfur höfðu ver-
ið prjónaðar á stríðsárunum og
voru seldar á uppboði, þegar frið-
úr komst á. Auðvitað fannst vit-
firringnum rauði krossinn vera á-
kaflega dularfullt og þýðingar-
mikið tákn. Hann tók húfuna af
höfði sér og virti krossinn fyrir
sér og leit síðan á blómin. Blómin
voru ljósari.
„Þetta sigrar,“ sagði vitfirring-
urinn. „Við skulum sjá hvernig
fer!“
Hann þrammaði niður stiga-
þrepin og svipaðist um. Hann
veitti því ekki athygli, að umsjón-
armaðurinn stóð fyrir aftan hann,
hljóp því yfir blómabeðið, seildist
eftir einu blóminu, en hikaði þó
við að slíta það upp. Honum fannst
sem hann hefði lagt hönd sína á
glóð. Funinn læstist um allan lík-
ama hans eins og einhvern undar-
legan straum, sem hríslaðist um
hann, legði frá rauðu blómunum.
Hann þokaði sér nær og var kom-
inn á fremsta hlunn með að þrífa
utan um blómið, en þá varð hann
þess var, að það varði sig með
eitri þrungnum, banvænum geisl-
um. Hann svimaði, en þó gerði
hann í örvæntingu síðustu til-
raunina til að ná taki á leggnum.
Þá lagði einhver höndina þyngsla-
lega á öxl hans. Það var umsjónar-
maðurinn, sem skarst í leikinn.
„Það er bannað að slíta upp
blómin,“ sagði hann. „Og þú mátt
ekki ganga yfir beðið. Hér eru
samankomnir svo margir vitskert-
ir menn, að garðurinn léti fljótt
á sjá, ef hver þeirra sliti upp eitt
blóm,“ sagði hann með áherzlu
og vildi ekki sleppa sjúklingnum.
Vitfirringurinn leit snöggvast á
umsjónarmanninn, losaði tak
hans þegjandi og gekk brott, mjög
æstur í skapi. „Vesalings auðnu-