Dvöl - 01.01.1943, Síða 53
b vÖL
5i
um öxl sér og rykkja síðan í af
öllu afli. Eftir margar harðar at-
rennur bognaði stöngin. Hann
tróð sér gegnum smuguna og lét
sig engu skipta, þótt hann hruml-
aði sig á öxlum, olnbogum og
hnjám. Hann klofaði gegnum
runnana og nam staðar við garð-
múrinn. Alls staðar var dauða-
þögn. Út um glugga hússins lagði
daufa glætu frá lömpum, er látn-
ir voru bera ljós næturlangt.
Hvergi var neinn á ferli. Auk þess
hefði verið erfitt að koma auga á
hann í myrkrinu. Gæzlumaðurinn
svaf vært á gólfinu, og stjörnur
blikuðu vingjarnlega og lögðu
honum lið með geislum sínum.
„Ég kem upp til ykkar,“ hvísl-
aði hann og rýndi upp í himin-
hvolfið.
Fyrsta tilraun hans til að kom-
ast yfir garðinn mistókst. Hann
braut neglurnar og rispaði sig á
höndum og hnjám. Þá þreifaði
hann betur fyrir sér. í króknum
við líkhúsvegginn höfðu fáeinir
steinar fallið úr sæti sínu í múrn-
um. Hann þuklaði vendilega um
vegginn og gerði því næst aðra
atrennu til að komast yfir. Hann
tæpti tám og fingrum í holurnar
og náði loks taki á greinum álm-
trésins, sem teygði lim sitt yfir
garðmúrinn. Á þeim vóg hann sig
upp og renndi sér síðan á stofni
þess niður í garðinn.
Hann hljóp þangað, sem blómið
var. Það vaggaði værðarlega lukt-
um bikar sínum yfir döggvotu
grasinu.
„Það seinasta! Það seinasta!"
umlaði vitfirringurinn. „í nótt
sigra ég eða dey. En það gildir
mig einu. — Bíðið,“ sagði hann svo
og leit til himins, „senn verð ég
meðal yðar.“
Hann sleit blómið upp í skyndi,
tætti það í sundur og marði það
og knosaði í lófa sér. Síðan sneri
hann til herbergis síns sömu leið
og hann kom. Gæzlumaðurinn
svaf. Vitfirringurinn hneig með-
vitundarlaus út af, er hann var
að skreiðast upp í rúm sitt.
Um morguninn var hann ör-
endur. Mildur friður hvíldi yfir
ásjónu hans. Það var sem sigur-
hrós stafaði frá sokknum, luktum
augum hans, og hátíðlegur fögn-
uður leyndist í stirðnuðu brosi
á mjúklegum vörum hans. Þegar
hann var lagður í kistu sína,reyndu
menn að rétta úr hönd hans, er
kreppt var utan um rauða blómið.
En höndin var stirðnuð, og tákn
sigursins, sem hann hafði unnið,
var lagt í gröf með honum.