Dvöl - 01.01.1943, Síða 54
52
D VÖL
Sjálenzk lífsspeki
Kftir l'riðrik Á. Brckkan
[ j AUGARDAGSKVÖLD EITT
rétt í byrjun uppskerutím-
ans var haldin ungmennafélags-
skemmtun í þorpinu Alminderöd
á Sjálandi. — Ég var þá heima-
maður hjá ungum bónda, er Ras-
mus hét, í nágrannaþorpinu,
Vinderup.
Rasmus var formaður ung-
mennafélagsins og hafði fengið
mig til að ganga í það. En vegna
þess að Rasmus var alveg nýgift-
ur, var hann mjög heimaelskur og
vanrækti svo að segja alveg sam-
komur ungmennafélagsins allt
þetta ár. Hins vegar lagði hann
alltaf fast að mér að mæta. — Ég
var því tekinn sem nokkurs konar
staðgengill hans og var kosinn
varaformaður. — Þetta hafði þær
afleiðingar, að ég kynntist unga
fólkinu úr öllum þorpum sveitar-
innar miklu meira en ég annars
hefði gert, og tók þátt í öllum sam-
komum þess og skemmtunum á
sama hátt og ég hefði verið þar
borinn og barnfæddur. —
Önnur afleiðing var líka sú, að
ég hefi ef til vill stundum komið
seinna heim, en ég annars mundi
hafa gert. — Staðgengill for-
mannsins hefir stundum ýmsum
skyldum að gegna — einnig þeirri
að sjá um, að stúlkur fái fylgd
heim að lokinni skemmtun, ef þörf
krefur. Stundum getur það þá
komið fyrir, að hann sjálfur „neyð-
ist“ til að fórna sér á altari þeirr-
ar skyldu. —
Þannig var það líka — að vissu
leyti — þetta umrædda kvöld. Að
minnsta kosti kom ég seint heim
og var ekki í fylgd með Inger,
systur húsbónda míns, sem þó var
höfuðskylda af ýmsum ástæðum.
En þeirri skyldu var létt ,af mér,
og það gerði maður í konungleg-
um einkennisbúningi. Hafði hann
árinu áður verið vinnumaður hjá
föður stúlkunnar, en gegndi nú
herþjónustu í næstu borg. Þaö
þurfti enginn nauðsynlega að vita
það heima hjá henni, þótt hann
stundum fengi leyfi yfirboðara
sinna til að skreppa heim í sveit-
ina til þess að vera þar á samkomu
í ungmennafélaginu sínu. Og þó
hann þá kæmi í staðinn minn og
fylgdi Inger heim — það fannst
mér ekki koma öðrum við en okkur
þremur. Og þar sem Karl — en svo
hét pilturinn — var vinur minn og
Inger vinstúlka mín, þá kom okk-
ur öllum prýðilega saman um
verkaskiptin.
Þetta kvöld hafði ég tekið að
mér að fylgja Maríu Gregers heim,
en hún var úr sama þorpi og við