Dvöl - 01.01.1943, Síða 54

Dvöl - 01.01.1943, Síða 54
52 D VÖL Sjálenzk lífsspeki Kftir l'riðrik Á. Brckkan [ j AUGARDAGSKVÖLD EITT rétt í byrjun uppskerutím- ans var haldin ungmennafélags- skemmtun í þorpinu Alminderöd á Sjálandi. — Ég var þá heima- maður hjá ungum bónda, er Ras- mus hét, í nágrannaþorpinu, Vinderup. Rasmus var formaður ung- mennafélagsins og hafði fengið mig til að ganga í það. En vegna þess að Rasmus var alveg nýgift- ur, var hann mjög heimaelskur og vanrækti svo að segja alveg sam- komur ungmennafélagsins allt þetta ár. Hins vegar lagði hann alltaf fast að mér að mæta. — Ég var því tekinn sem nokkurs konar staðgengill hans og var kosinn varaformaður. — Þetta hafði þær afleiðingar, að ég kynntist unga fólkinu úr öllum þorpum sveitar- innar miklu meira en ég annars hefði gert, og tók þátt í öllum sam- komum þess og skemmtunum á sama hátt og ég hefði verið þar borinn og barnfæddur. — Önnur afleiðing var líka sú, að ég hefi ef til vill stundum komið seinna heim, en ég annars mundi hafa gert. — Staðgengill for- mannsins hefir stundum ýmsum skyldum að gegna — einnig þeirri að sjá um, að stúlkur fái fylgd heim að lokinni skemmtun, ef þörf krefur. Stundum getur það þá komið fyrir, að hann sjálfur „neyð- ist“ til að fórna sér á altari þeirr- ar skyldu. — Þannig var það líka — að vissu leyti — þetta umrædda kvöld. Að minnsta kosti kom ég seint heim og var ekki í fylgd með Inger, systur húsbónda míns, sem þó var höfuðskylda af ýmsum ástæðum. En þeirri skyldu var létt ,af mér, og það gerði maður í konungleg- um einkennisbúningi. Hafði hann árinu áður verið vinnumaður hjá föður stúlkunnar, en gegndi nú herþjónustu í næstu borg. Þaö þurfti enginn nauðsynlega að vita það heima hjá henni, þótt hann stundum fengi leyfi yfirboðara sinna til að skreppa heim í sveit- ina til þess að vera þar á samkomu í ungmennafélaginu sínu. Og þó hann þá kæmi í staðinn minn og fylgdi Inger heim — það fannst mér ekki koma öðrum við en okkur þremur. Og þar sem Karl — en svo hét pilturinn — var vinur minn og Inger vinstúlka mín, þá kom okk- ur öllum prýðilega saman um verkaskiptin. Þetta kvöld hafði ég tekið að mér að fylgja Maríu Gregers heim, en hún var úr sama þorpi og við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.