Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 60
58
hann kæmi með frekari skýringar.
Niels Hansen var nú hættur við
aktygin. Hann settist á annan
kassa, sem hann færði alveg að
mér, tottaði pípuna sína í gríð, og
ég hélt, að hann væri að hugsa
sig um, en sjálfsagt hefir hann
verið að bíða eftir, að ég svaraði
tilboði hans, sem hann hefir hald-
ið að ég skildi án frekari skýringa.
— Að lokum mælti hann í uppörv-
unarróm:
„Nú,hvað segirðu svo um þetta?“
„Já, hvað á ég að segja?“ spurði
ég vandræðalega .... „Ég hefi
ekkert um þetta hugsað ....
hefi aldrei dottið í hug að giftast."
Niels Hansen tók út úr sér píp-
una og starði lengi á mig, eins og
hann botnaði ekki almennilega í
þessu. Svo laut hann að mér,
lagði hendina á öxlina á mér og
sagði lágt, eins og í mesta trúnaði:
„Segðu mér nú alveg eins og er,
drengur minn. — Hvernig lízt þér
annars á Inger mína?“
Mér varð bilt við, og ég blóð-
roðnaði.
„Vel!“ stundi ég upp.
„Og ykkur kemur vel saman! Ég
hefi tekið eftir því, að þegar þið
eruð úti að vinna.“ Niels gamli
reykti nú ákaflega. „Já, þú .skilur,
hvað ég á við. .. . Það væri ekkert
til fyrirstöðu frá minni hálfu. .. .
Og hún er góð stúlka, hún Inger ..
Svo, ef það væri Guðs vilji. ...“
Eiginlega var ég í meiri vand-
ræðum þetta augnablik en ég hefi
nokkurn tíma ratað í, áður né síð-
DVÖIj
ar. Inger var bezta stúlka. Það var
hvei'ju orði sannara — og auk þess
fannst mér hún nú bæði gullfall-
eg og myndarleg stúlka. Og hún
stóð til að eignast eitthvað — um
það var engum kunnara en Niels
Hansen sjálfum. Og — já — ég
vissi, að hún hafði ekkert á móti
„góðu atlæti", eins og Niels orðaði
það.... En svo var nú Karl vinur
minn á öðru leitinu... . Já, það
getur stundum verið dálítið erfitt
að vita, hvað eiginlega er Guðs
vilji í svona sökum....
Niels Hansen mælti nú í bi'eytt-
um tón — það var kominn ekki
svo lítill áhyggju- og raunablær í
röddinni:
„Það er nú svona, skal ég segja
þér, drengur minn, að ég vai'ð var
við, að hann Karl, sem var hérna
hjá mér í fyrra, var eitthvað að
draga sig eftir henni. En mér er
ekki um það. Mér er það alveg
þvert um geð! Það væri ekkert
jafnræði. Hann á ekki nokkurn
skapaðan hlut til!“
„Það eru nú fleiri, sem þannig
er ástatt með, Niels Hansen,“ skaut
ég inn í.
„Já, — ég skil,“ sagði hann, „en
það er öðru — allt öðru máli að
gegna, þar sem þú ert. En hann er
ekki einu sinni af bændafólki
kominn."
„En ef það væri nú Guðs vilji?“
sagði ég.
„Ég vildi nú heldur, að honum
þóknaðist eitthvað annað,“ svar-
aði Niels Hansen raunalega.