Dvöl - 01.01.1943, Síða 61
nvöL
59
„Ég veit nú ekki, hvað honum
kann að þóknast,“ mælti ég og
hleypti í mig öllum þeim kjarki,
sem ég átti, til þess að vera hrein-
skilinn. — Þetta ætlaði að fara að
verða óþægilegt, fannst mér. Ég
bætti við: „En við Karl erum vinir
og félagar — svo þu skilur, Niels
Hansen.“
„Já,“ mælti Niels gamli með
sama raunablæ og áður“ og það
er ekki nema þér til heiðurs, dreng-
ur minn. ... En þú heldur þá, að
honum sé einhver alvara með
þetta, stráknum?“
„Enginn efi á því,“ svaraði ég.
„Nú, já,“ sagði Niels Hansen og
hressti sig upp aftur. „Það þyrfti
nú ekki endilega að gera svo mik-
ið. .. . Það kemur undir því, hvað
stúlkan vill. Og ég var farinn að
vona, að hugur hennar stefndi í
aðra átt. .. . Já, og þú veizt, hvað
ég vildi helzt.“
Ég herti enn upp hugann. Ef til
vill var þarna tækifæri fyrir mig
til að gera ofurlítið góðverk.
„Já, en ég skal segja þér alveg
hreinskilnislega, Niels Hansen,“
Uiælti ég, „ég veit, hvað hún vill
ekki — og hún vill mig ekki.“
Niels Hansen lagði aftur hend-
ina á öxlina á mér og spurði í
trúnaði:
„Hefirðu kannske nefnt það við
hana? — Það er nú ekki alltaf að
hiarka, það sem stúlkur segja
svona — þær vilja láta ganga eftir
sér.“
„Nei,“ svaraði ég, „ég hefi ekk-
ert sagt við hana um þau mál. En
ég veit það samt. Ég veit, hvern
hún vill.“
„Jæja,“ sagði Niels Hansen með
hægð. „Þú veizt það — jæja.“
Hann var svo raunalegur, þegar
hann sagði þetta, að mér rann
sárt til rifja. Ég fór að reyna að
hughreysta hann:
„Þetta getur allt farið alveg
ljómandi vel, Niels Hansen,“ mælti
ég, „ef þú bara tekur það réttum
tökum.“
„Og hvað finnst þér þá, að ég
ætti að gera?“ spurði hann von-
leysislega.
„Skipta þér ekkert af því. —
Lofa þeim að eigast, þegar Karl
kemur heim úr herþjónustunni.“
Niels Hansen kipptist við, og ég
sá, að hann roðnaði. Ég hafði gert
mér of dælt við hann, og ég var
hræddur um, að hann mundi reið-
ast. Hann átti það til að vera
fljótlyndur. En samt varð ekkert
úr því í þetta sinn. Roðinn hvarf
aftur úr andliti hans, og hann
horfði í gaupnir sér. Eftir nokkra
stund sagði hann:
„Jæja, drengur minn, maðurinn
spáir — Guð ræður.“ En svo bætti
hann við í hálfgerðum stæluróm:
„En hvað ætli svo sem yrði úr því
fyrir þeim? Ekkert á hann til þess
að reisa bú.“
„Karl er dugnaðarpiltur," sagði
ég eins mjúklega og ég gat. „Hon-
um yrði eitthvað til með.... já,
með staðfestu."
„Jæja, þú heldur það, drengur