Dvöl - 01.01.1943, Síða 68

Dvöl - 01.01.1943, Síða 68
66 DVÖL nær hundrað rastir. Eina úrræðið var að leigja vagn til fararinnar, ef þau áttu að komast til borgar- innar helgu í tæka tíð. En þegar kom til kasta bifreiðastöðvar rík- isins, einu bifreiðastöðvarinnar í Jeddu, vitnaðist, að allar bifreið- arnar voru farnar til Mekku. Eftir mikið vafstur tókst þó loks að hafa upp á heljarstóru vagnskrifli, sem varla þótti ferða- fært. Abdúl ákvað að freista þess að komast á því. Bifreiðastjór- inn hafði ekki gert ráð fyrir að fara til Mekku og hafði því ekkert vegabréf. Fyrst af öllu varð að út- vega honum það hjá lögreglunni Meðan Múhameð Saleh herjaði út vegabréf handa honum, þvoðu þau Abdúl og Múníra líkami sína, eins og siður er, að pílagrímar geri, og bjuggust hvítum, saum- lausum skikkjum, sem sérhver maður skal bera á herðum á hin- um miklu náðardögum. Loks komust þau af stað. Veg- urinn var illfær orðinn, og vagn- skriflið kastaðist til og dragnaðist áfram með þvílíkum erfiðismun- um, að ekkert var líklegra en að hann stöðvaðist alveg á hverri stundu. Þegar leiðin tók að sækjast, urðu á vegi þeirra fáeinir las- burða pílagrímar, er orðið höfðu seint fyrir. Þeir þrömmuðu áfrarn, eins hratt og orkan leyfði, og sungu pílagrímssálminn: „Labay- yk Allahumma labayyk“ — „Hér er ég, ó, guð minn, hér er ég.“ Þau buðu nokkrum þeim seinfær- ustu og örþreyttustu að setjast í vagninn. Þeir guldu engar þakkir, heldur lofuðu aðeins guð hástöf- um fyrir þá mildi að leyfa þeim að ná nógu snemma til borgarinnar helgu. Að lokum komu þau að tveim hvítum steinum, sem jafnan er haldið hreinum. Þar eru endimörk hinnar heilögu jarðar, sem engir vantrúaðir mega stíga fæti sínum á. Pílagrímarnir hertu söng sina af öllum mætti. Litlu síðar greip Múníra utan um hönd Abdúls: Mekka blasti við sýn. Hún lá í dæld mikilli milli rauðbleikra hæða. Flöt hallarþök- in glóðu í sólskininu og háar turnspírur þaklausra mustera voru sem eldi orpnar. En það var þó ekki fegurð þessa staðar, sem heillaði ferðalangana. Mekka var ekki fyrst og fremst borg að áliti þeirra, heldur hugtak, sem í þús- und ár, og meira en það, hafði tengt saman hinar gerólíkustu þjóðir, hundruð miljónir manna og kvenna — tengt þær órjúfandi böndum bróðernis og máttugrar trúar. Tilfinningar þeirra voru svipaðar því, sem þeir nálguðust hlið sjálfs himnaríkis. Vagninn nam staðar við borg- arhliðið. Þaðan héldu Abdúl og Múníra fótgangandi eftir þröng- um götum, þar sem vart varð þver- fótað fyrir pílagrímum af ótal þjóðernum. Skammur tími var til stefnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.