Dvöl - 01.01.1943, Side 71
dvöl
69
gætni það hafi auösýnt hvert
öðru, finnst því, að allt þetta hafi
verið fyrir gýg unnið. Þetta er
hinn flóknasti hlutfallsreikning-
ur.
Ekki alls fyrir löngu kom merki-
legt atvik, er mál þessi varðar,
fyrir mig. Það er auðvitað ótil-
hlýðilegt að skýra frá slíku, og
við málaflutningsmennirnir ger-
um það annars aldrei.
í fáum orðum sagt: Það kemur
uiaður nokkur til mín í skrifstof-
una og vill fá skilnað. Við ræðum
um þetta um stund fram og aftur,
en það er ógerlegt að fá hann til
þess að skýra frá því, hvað valdi
Þessari ákvörðun hans. Hann hefir
ekki yfir neinu að kvarta, og um
sjálfan sig hafði hann ekki heldur
Ueitt að segja. Barnlaus munu
Þau hafa verið.
„Jæja“, sagði ég. „Séu báðir að-
har sáttir, tel ég skilnað gersam-
Jega ástæðulausan“.
„Já“, honum vafðist greinilega
tunga um tönn, „jú“, hann taldi
sig hafa ástæðu til þess að ætla,
að konan myndi fallast á þetta.
hað væri bara svo örðugt að færa
þetta í tal. Ég átti annríkt, svo aö
ég bað hann að ræða um þetta
við hana fyrst; svo gæti hann
komið til mín aftur.
En um kvöldið simaði hann til
hiín og kvaðst fyrir alla muni
þurfa að tala við mig einslega;
sép væri svo örðugt að gera mál
sem þetta að umræðuefni í skrif-
stofu.
Já — svo kom hann. Ég bauð
honum sæti, og við tókum tal
saman.
Nei, hann hafði ekki ennþá rætt
um þetta við konuna. í fyrsta lagi
taldi hann, að hún myndi ekki
skilja þetta, og í öðru lagi — ja,
i hreinskilni sagt var honum einn-
ig ógerlegt að koma orðum að þessu
við hana.
Það væri kjarni málsins, að
hann gæti ekki verið samvistum
við konu sína lengur. Hann taldi
sér þess engan kost.
Ég gat ekki annað til bragðs.
tekið en bjóða honum í staup-
inu. Brátt bar svo annað umræðu-
efni á góma. Hann hafði verið á
ferðalagi og víða farið og var ný-
kominn heim.“
„Ekki alls fyrir löngu var ég
staddur i Tiflis. Ég ætlaði að afla
mér sérleyfis, en það reyndist
harla vafsturssamt, því að fyrir
marga varð að fara. Ég hafði því
þarna nokkra dvöl.
Kvöld nokkurt skömmu eftir
nýár bar svo við, að mér varð
reikaö um borgina. Það tók að
rigna, en ég vildi ekki fara heim,
svo að ég fór inn í hús nokkurt,
þar sem mannfjöldi var saman
kominn. Þetta virtist vera kvik-
myndahús, leikhús eða uppboðs-
staður. Aðgangseyris var ekki
krafizt. Ég fór þarna inn og fékk
mér sæti.
Nú hófst löng bið. Fólk í
Rússlandi er gætt mikilli þolin-