Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 83
sárlega. En ekki leið á löngu, unz
þær tóku gleði sína aftur og nýjar
samræður tókust.
Meira en hundrað tvípund af
kjöti voru étin. 'Einn gestanna
ropaði svo hátt að vænta mátti að
húsþakið lyftist, og við hinir fór-
um strax að dæmi hans, svo að
húsráðendur vissu um velsæld
okkar. Sumir fretuðu einnig
hraustlega, og kæti okkar verður
vart lýst.
Angutidluarssuk var heims-
hraður. Það gljáði á hann af á-
hægju og fuglafeiti eftir þetta á-
gæta gestaboð. Þegar hann hafði
sannfærzt um, að allir væru mett-
h orðnir, deyf hann ausu í vatns-
skjóluna og lét bera hana í kring.
Hver maður fyllti gúlinn, laut
síðan fram og þó hendur sínar í
Vatninu, er hann lét drjúpa út úr
sér. Síðan þerrðu menn munn
og hendur á fallegu blárefs-
skinni. Angutidluarssuk mælti:
„Æ; hendur ykkar munu lengi
lykta af þessu skarni, sem ég hefi
gefið ykkur, og skömmin verður
ekki af mér þvegin.“
Nú var raunar kominn tími til
að segja sögur, en við vorum
orðnir allt of saddir, og auk þess
áttum við fyrir höndum örðuga
heimferð í hríð. Þegar við kvödd-
urn, mælti Itusarssuk, kona Angu-
tidluarssuks:
„Það ríkir raunar sorg í þessu
húsi: börnin gátu ekki komið og
hragðað á því, sem fram var bor-
ið.“ — Þetta var ósk um það, að
öll börn byggðarinnar heimsæktu
hana daginn eftir.
Þegar ég kom heim til Qolug-
tinguaqs, var mér sagður þáttur
úr ævisögu Itusarssuks gömlu og
skýring á því, hvers vegna hún
bauö börnum svo oft heim til sín.
Hún var ein duglegasta konan á
þessum slóðum, göfug manneskja,
vingjarnleg og gjafmild. Ég varð
því mjög undrandi, er ég heyrði,
að hún hefði einu sinni drepið
fjögur börn sín.
Fyrir löngu síðan hafði hún
búið á Herbertseyju, ásamt fyrri
manni sínum og börnum þeirra.
Þar biðu hennar þau grimmu ör-
lög að horfa á mann sinn drukkna.
Hann hafði verið á sjó á kajak í
margar klukkus^undir og sofnaði.
Itusarssuk sá hverju fram fór, en
maður hennar var svo langt undan
landi, að hún gat ekki kallað til
hans og vakið hann. Allt í einu sá
hún hann taka hliðarfall og steyp-
ast í sjóinn. Hún sá hann berjast
um í sjónum í nokkrar mínútur,
og síðan berast brott meö straumn-
um með höfuðið í kafi. Hún var al-
ein og gat ekkert gert honum til
bjargar. Nú var hún ekkja með
fjögur börn.
Skammt var liðið á sumar, og
þau voru ekki búin að flytja vor-
veiði sína til eyjarinnar, svo að
matföng voru smá. Lítið er um
haftyrðla á Herbertseyju, svo að
hún varð að slátra hundunum og
éta þá, í þeirri von að hjálp bærist
bráðla. Einu sinni sá hún dauðan