Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 86
84
D VÖ L
Ég var í nokkrar klukkustundír
hjá skipstjóranum...... Ég skal
játa, að tíminn leið, án þess að
ég gætti þess. Eskimóunum mínum
hafði ég gleymt. Það var ekki fyrr
en að ég fór að tygjast til heim-
ferðar, að ég minntist þeirra.
Þeir höfðu allir notið lífsins í rík-
um mæli og hámað í sig ókjörin öll
af mat hjá hásetunum. Þegar ég
kallaði til þeirra, urðu konurnar
síðbúnastar og þær hlógu og
hvísluðust á, hvort sem það var
nú af feimni eða ótta — þær sem
á annað borð komu. Ég spurði þá,
hvað væri að og hvers vegna þær
væru svona viðbragðsseinar. Ein
þeirra trúði mér loks fyrir því, að
hneykslisatburður hefði gerzt:
Aloqisaq hefði týnt brókum sín-
um.
Þess háttar er ævinlega heldur
leiðinlegt fyrir kvenfólk, sérstak-
lega þó, ef aðili er ekki í neinu
pilsi. Ég fór niður í hásetaklefann
til þess að grennslast eftir því,
hvað gerzt hefði.
En ég gat ekki leyst vandræði
stúlkunnar, þrátt fyrir mikla við-
leitni. Sjálf vissi hún ekki annað
en það, að brækurnar voru týndar.
Ég spurði hana, í hvaða þilrekkju
hún hefði verið, þegar þær hurfu.
En þá vitnaðist, að hún hafði ekki
verið sú tepra að hírast alltaf í
sömu kojunni, og hún gat ekki
heldur tilgreint þá, er höfðu sér-
staklega miðlað henni góðu, með-
an hún hafðist við hjá hásetun-
um. Mjög var skuggsýnt í klefan-
um, enda fundust brækurnar ekki,
þótt sveit manna leitaði þeirra.
Ég varð að lána stúlkukindinni
stóra, rauða vasaklútinn minn til
þess að sveipa um sig. Með hann
til hlífðar hélt hún af stað með
okkur.
Ekki verður sagt, að hún væri
mjög glaðhlakkaleg, en eins og á
stóð, gátum við ekki annað gert
fyrir hana, — og „Morning of
Dundee“ hélt leiðar sinnar norður
á bóginn. Ég sá það skip aldrei
framar.
Eskimóarnir ræddu nú um við-
skiptin og möttust um kaup-
mannsbrögð sín. Allir voru óá-
nægðir. Þeir, sem báðu um hníf,
höfðu fengið tóbak. Tveir höfðu
hlotið gamlar, rifnar pípur. Þeir
höfðu orðið að gera sér það að
góðu, sem skipstjórinn leyfði, að
fargað yrði — það, sem hann gat
helzt án verið. Ég hélt langa ræðu
um búð okkar og ágæti hennar.
Áheyrendur gerðu góðan róm að
ræðu minni en sögðu þó jafn-
framt, að sögulegra væri það nú
og meira ginnandi að róa út í ó-
kunnugt skip og verzla við menn,
sem töluðu óskiljanlega tungu.
Það væri ævinlega skemmtilegt, og
tófuskinn fengjust áreiðanlega
aftur.
Það skal viðurkennt — þótt
hrapallegur ósigur sé fyrir hrein-
leika og siðgæði —, að það var
Aloqisaq, sem mest bar úr býtum
í þessari skipsferð, jafnvel þótt á
fe