Dvöl - 01.01.1943, Síða 87
DVÖL
85
það sé litið, að hún tapaði göml-
um tófuskinnsbuxum. Hún átti
lengi gnægð af sykri, tei og kexi
og hafði hvað eftir annað boð
inni. En á því furaði hana mjög,
að ég vildi ekki þiggja heim-
boð hennar og þaðan af síður
taka við vasaklútnum mínum aft-
ur. En ég sat við minn keip og
húkti heima í tjaldi mínu, þótt ég
nagaði mig sárlega í handarbökin
fyrir það. Sætt te var ekki slor-
legur drykkur og skozkt skips-
kex boðleg vara“.
Eins og að líkum lætur, segir
Preuchen víða í bókinni frá konu
sinni. í þessum kafla segir frá
aðdraganda þess, að þau bundust
heitorði:
„Eftir að Minik strauk að heim-
an fékk Arnanguaq kona hans
Mequpoluk, litla, fátæka stjúp-
barnið úr húsi Uvluriarks, til
þess að sofa hjá okkur. Henni var
sárt um mannorð sitt, og því
vildi hún ekki eiga neinar kvik-
sögur á hættu. Á hverju kvöldi
kom Mequpoluk hlaupandi, þegar
hún hafði lokið vinnu sinni heima.
Hún var ávallt hræmulega illa
búin. Skór hennar voru sólalausir,
og sokkarnir voru hárlausir.
Hundsskinnsbrækur hennar voru
skáldaðar, og stakkurinn var allt
of víður, enda gömul flík af móður
hennar. En henni var ávallt létt í
skapi. Húsið bergmálaði af hlátri,
þegar hún var komin og sagði sög-
ur sínar og smáævintýri með svo
skemmtilegum hætti, að allir
hlógu. Við biðum komu hennar
með óþolinmæði hvert einasta
kvöld.
Kvöld eitt bar svo til, að Arnan-
guaq var ekki heima. Þá spurði ég
hana, hvort hún vildi setjast um
kyrrt hjá mér og fara ekki heim
aftur. Hún leit snöggvast á mig
og mælti svo ofur hæglátlega:
„Á ég að ráða því? Ég er aðeins
fátæk stúlka, sú aumasta í allri
byggðinni. Þú ræður, hvað þú ger-
ir við mig“.
En augu hennar sögðu annað.
Þau töluðu mál, sem hverri stúlku
er gefið og óháð er þjóðerni, hör-
undslit og veðurfari.
Ég sagði, að hún skyldi flytja
sig af pallinum, er hún hafði sofið
á, yfir á skákina til mín. Aðra
brúðkaupssiði þurfti ekki að við-
hafa í landi saklausra og hjarta-
hreinna.
Morguninn eftir spurði hún mig,
hvort hún ætti að fara heim til
sín eða vera kyrr. Ég sagði, að nú
væri heimili hennar hér. Litlu síð-
ar kom bróðir hennar og innti
eftir, hví hún kæmi ekki heim.
Hún svaraði:
„Svo er mál með vexti, að mað-
ur saumar á sjálfan sig hér í
þessu húsi“.
Bróðir hennar varð forviða, en
áttaði sig þó fljótt og spurði ein-
skis frekar. Hann dokaði ofurlítið
við til þess að láta ekki á því bera,
hve mikil honum þótti þessi tíð-
indi og laumaðist síðan þegjandi