Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 88
86
D VÖL
út. Ég sá hann hlaupa heim svo
hratt sem fætur toguðu, og frétt-
in barst með leifturhraða hús úr
húsi. Fám stundum síðar voru
fregnberar á sleðum lagðir af stað
norður á bóginn.
Enn hlaut ég að undrast stór-
lega háttprýði og kurteisi þessa
fólks. Allir höguðu sér eins og við,
ég og þessi unga, fátæka stúlka,
hefðum verið gift í mörg ár. Allir
ávörpuðu konu mína eins og hún
hefði verið gestrisin húsmóðir í
fjöldamarga vetur og þeir tíðir
gestir hennar.
í húsinu var aðeins ein óánægð
manneskja. Það var Víví. Hún var
nýbúin að fagna tvítugsafmæl-
inu. En með skírskotun til þess,
að Olli sonur hennar var fjórtán
ára gamall, er ekki ólíklegt, að
henni hafi skeikað í tölvísinni.
Hún sagði mér sjálf, að sig lang-
aði ákaflega mikið til þess að
giftast, og hún hélt, að það myndi
engu spilla, þótt hún drægi örfá
ár frá réttum aldri sínum.
„En maður minn góður“, sagði
hún og andvarpaði: „Þetta fólk
hér hefir ekki þefað af menntun
og veit ekki einu sinni, hvað gam-
alt það er, svo að ef til vill stoðar
það ekkert“.
Um kvöldið kallaði blessuð kon-
an mín á mig. Hún fór með mig
niður í flæðarmálið, því að hún
vildi tala við mig, þar sem ekkert
þak var yfir höfði okkar.
Hún hóf máls á því, að nú væri
hún gift hvítum manni og hefði
margt hugsað daglangt. Henni
hefði dottið í hug að leggja niður
gamla nafnið sitt. Einnig væri
Mequ, kona Odarks, nýdáin, svo
að hún gæti ekki notað nafn sitt
lengur. En áður en hún léti verða
af þessu, vildi hún vita vilja
minn.
Ég féllst á það, að hún ætti að
taka upp eitthvert hinna nafna
sinna. Upp frá þessu var hún um
allt Grænland nefnd Navarana".
Navarana var góð eiginkona, og
hvenær sem Peter Freuchen minn-
ist á hana, felst heit og viðkvæm
ást í hverri setningu.
Eitt sinn voru þau Freuchen og
Navarana á ferð á hundasleða,
hrepptu hið versta veður og urðu
hríðarteppt í marga daga í eyði-
kofa í Igdluluarssuit. Þau voru
matarlaus, og Freuchen fór út í
hríðina, þótt þetta væri í skamm-
deginu, að leita héra, en kom
aftur jafnnær. Þetta var á þriðja
hungurdegi.
„Þegar ég kom heim, var Nava-
rana að sjóða eitthvað í pottgrýtu
yfir fimm logandi vaxkertum.
Hún kvaðst hafa rifið niður gaml-
an grjótbálk, er notaður hefði
verið til þess að hengja á kjöt, og
fundið í honum tvo selshreifa.
„Hér er þinn“, mælti hún.
Ég var sárhungraður og tætti
hreifann í mig af mikilli áfergju.
Selshreifar eru mjög feitir og á-
þekkir grísasultu á bragðið. Þessi
var orðinn gamall, en hann var þó
ætur og saddi sárasta hungur