Dvöl - 01.01.1943, Side 90
88
DVÖL
hana að reyna að sofna. En hún
gat ekki sofnað.
Litlu síðar fór hún að tala um
dvöl sína í Danmörku, sem verið
hafði fylling lífs hennar.
„Segðu mér nú satt“, mælti hún.
„Hún, sem dansaði og bauð okkur
heim og hét Elna, var hún engill,
eða er hún ef til vill ekki eitt af
börnum guðs? Hún var svo nauða-
lík myndunum hjá prestinum í
Umanak, og hún var svo góð og
talaði svo hlýlega við mig. Ég hefi
hugsað mjög um hana, en þetta
fékk ég aldrei að vita með vissu“.
Ég sagði, að dansmeyjar væru
aðeins mennskar konur; hún hefði
aldrei séð sannan engil.
„Þá fæ ég líklega aldrei að sjá
engla og vita hvað satt er af því,
sem um þá er sagt“.
Ég gat ekki annað en samsinnt
henni. Hún þagði um hríð og starði
upp í loftið. Svo tók hún utan
um höndina á mér og sagði, að
hún hefði verið hamingjusamari
en aðrar konur, því að hún hefði
átt mann, sem talaði við hana sem
jafningja sinn. Og síðan lokaði
hún augunum og ætlaði að blunda.
Hún kvaðst vera fjarskalega
þreytt.
Ég fór fram í eldhúsið — ætl-
aði að hita vatn í te handa henni.
Meðan ég beið þess, að vatnið syði,
varð mér skyndilega ljóst, hve
heitt ég unni Navarönu og hversu
mjög sambúð okkar hafði þroskað
okkur bæði. Ég veit ekki, hvers
vegna það kom í hug minn, en allt
í einu olli það mér sárri hryggð,
að Magdalena, vinkona mín í
Danmörku (síðari kona höfundar-
ins), skyldi ekki hafa verið heima,
svo að þessar tvær konur hefðu
getað hitzt.
Navarana lá grafkyrr. Ég lædd-
ist inn til þess að vita, hvort hún
væri sofnuð. Þá var hún dáin.
Ég gat alls ekki trúað því. Ég
hafði aldrei trúað því, að veikindi
hennar væru annað en heiftarlegt
kvef, sem myndi batna. Fyrir
mig hafði aldrei borið neitt það,
er ekki réðist dável. Ég hljóp
og kallaði á búðarsveininn okkar.
Hann sá aðeins það sama og ég.
Ævi hennar var skeið á enda
runnið.
Konan mín, sem ég unni, var
dáin. Ég sat sem steinrunninn við
hvílu hennar, eins og ég vænti
þess, að hún vaknaði snöggvast
til lífs aftur. Þetta var í fyrsta
skipti, sem ég var við.hvílu látins
ástvinar. Til þessa dags hafði ég
verið frjáls og hamingjusamur
maður, og nú var ég snögglega
orðinn ekkjumaður, faðir tveggja
móðurlausra barna.
Ég hafði hrifsað Navarönu úr
náttúrlegu umhverfi hennar. En
ég hafði ætíð alið þá von í brjósti,
að sambúðin við mig bætti henni
það. Getur þó nokkur maður full-
yrt, að svo hafi verið? Hún var
sú hugprúðasta kona, sem lifað
hefir, og aldrei varð henni um-
kvörtun á munni.
Feita Fía fór með mig heim til
■