Dvöl - 01.01.1943, Síða 94
92
D VÖL
marki, án þeirra kynna. Þó er það
svo, að meir gætir nú ömurlegra
áhrifa. Hestarnir eru ekki eins
glaðir og áður, faxið slettist
rennvott um háls og makka í stað
þess að brúsa í sunnangolunni.
Leiðin er grýtt og þó auðsótt, með
leiðsögu eins hins mesta ferða-
manns á íslandi, Jóns í Möðrudal.
Hins getur hugurinn ekki varizt,
að kvíða komandi dögum, ef veðrið
skyldi fyrir alvöru snúast gegn
okkur.
Það kólnar meir og meir. Auð-
sjáanlega nálgast, að regnið verði
að krapa þarna uppi á grjótunum.
En þá fer að halla undan fæti.
Hestarnir fá hugboð um haglendi.
Þeir taka á rás; brattinn eykst og
hugboð um nálægð mannlegra
bústaða hressir hugann.
Það er ævintýri, eftir ferð í
slíku veðri, þótt um skamma hríð
sé, að koma til mannabyggða og
fá þær móttökur, er við fengum.
Til Eiríksstaða, næstinnsta bæjar
í Jökuldal, hafði hin örugga fylgd
leiðsögumannsins fært okkur. Til
eins hins afskekktasta heimilis á
íslandi, sem þó er þjóðfrægt. Það
er ævintýri að koma, kaldur og
votur til þeirra, sem engin deili á
manni vita, mæta ástúð og hlýju
við fyrsta handtak og vera fagnað
eins og týndum syni. Eftir stundar
bið að vera kominn í þurr föt,
mitt á meðal heimilisfólksins, eins
og einn af þeim, yfir rjúkandi
kaffi, við samræður um „daginn og
veginn". Síðar um kvöldið eru
allir hestar okkar komnir í hús,
yfir fullum jötum. Þurftum við þó
ekki sjálfir ferðamennirnir að
leggja þar hönd að verki. En jörð
er orðin alhvít; að kvöldi hins 16.
júní geisar vetrarveður á Jökul-
dal. Hverflyndi íslenzkrar veðráttu
er enn óbreytt. En hestur ferða-
mannsins er hluti af honum sjálf-
um, hjúkrunarþurfi og aðhlynn-
ingar engu síður en hann. Það
skildi og vissi fólkið á Eiríksstöð-
um.
Afdalabær! Hin ólíkustu geð-
brigði eru það, sem slíkt orð vek-
ur í hugum mannanna. En þeim,
sem kynnist gestrisni fólksins á
slíkum stöðum, vekur það fögnuð.
Og eru þar ekki „innverðir" ís-
lenzkrar menningar og landnáms?
Verðir gegn ásókn öræfaauðnar,
sandrofs og svipbylja? Og eru
þar ekki líka verðir þeirra þátta í
íslenzku þjóðlífi, sem reynzt hafa
giftudrýgstir í baráttunni fyrir
tilveru þjóðarinnar og menningu
í meira en þúsund ár? Það sindr-
ar af áhuga í orðræðu heimilis-
fólksins á Eiríksstöðum, áhuga á
þeim hlutum, sem ekki verða í
askana látnir — gnægð þess er
þar líka —, því sem hinn undra-
verði, margbreytilegi og dularfulli
helmingur hvers manns — andi
hans — hefir nærzt af á íslandi
frá ómuna tíð. Sögur og ljóð eru
kærkomið, ótæmandi umræðuefni.
Og Vilhjálmur á Eiríksstöðum býr
yfir ótæmandi fjársjóði af lausa-
vísum og sögum.
i