Dvöl - 01.01.1943, Side 96
94
DVÖL
eftir klukkutíma. Þegar heiðin er
mun meira en hálfnuð, snýr við
ferðafélagi okkar og leiðsögumað-
ur, Jón í Möðrudal. Bóndinn á
óasa eyðimerkurinnar, þar sém
Örsefi og auðnargrjót umlykja
haglendi og hús, þar sem sand-
byljir á sumrum og stórhríðar á
vetrum láta greipar sópa, þar sem
vegalengdirnar eru heil eilífð og
einangrunin eins og skipbrots-
manna á eyðiey, þar sem víðsýnið
gerir mennina frjálsa og fegurðin
bindur þá órjúfandi böndum —
gat ekki látið það ógert að hafa
sálufélag við þessa ferðafugla,
sem tóku þann kost að láta hest-
ana bera sig óravegu, í stað þess
að velta í vögnum tízkunnar.
Hann tók sig upp frá einu
stærsta búi á íslandi, á tíma ann-
ríkis og umstangs, og reið með
okkur tvær dagleiðir. Nú snýr
hann við. Skilnaðarsöngur er
sunginn, og með hestana í taumi
og hreindýrshornið á hnakknef-
inu heldur hann í vesturátt.
„Við fjallanna byggð
tók ég falslausa tryggð,
þar er frelsið og gleði mín öll“.
En við stígum á bak og höldum
áfram austur og suður. Og svo ger-
ist ævintýrið. Dalurinn, fullkom-
in ímynd álfabyggðar hinna feg-
urstu þj.óðsagna, liggur fyrir fót-
um okkar. Óvænt og skjótlega er-
um við komnir niður á jafnsléttu,
eins og jörðin hafi opnazt.
Við stígum af baki og tökum
beisli og reiðver af hestunum. Þeir
úða í sig grængresið með fögnuði
saklausrar skepnu, sem fær full-
nægt frumstæðustu lífsþörf sinni
í brýnni nauðsyn, Því að nú eru
hestar okkar mjóir og svangir. Við
horfum á þá með fögnuði endur-
nærast af nýgræðingnum.
íslenzkur dalur í þess orðs fyllstu
merkingu: Árnar, lygnar og líð-
andi til að sjá, milli rennisléttra
eyranna. Engjarnar, með uppi-
stöðutjörnum og heilum hjörðum
fannhvítra svana, syndandi eða
bítandi grængresið. Lagarfljót,
breitt eins og fjörður, bústaður
kynjamyndar austfirzkrar ímynd-
unar og sagna. Hlíðarnar, með
hamrabeltum og hjöllum, með
hjarðir á dreif, einnar sauðflestu
sveitar á íslandi. Bæirnir reisu-
legir, vitni velmegunar og góðra
kjara.
Við okkur blasir bergkastali kon-
ungsins í þessari konunglegu sveit,
eins og höggvinn út úr hömrunum
í hlíðinni fyrir ofan, draumur
löngu liðinnar kvöldvöku í lág-
reistum, íslenzkum torfbæ orðinn
að skínandi veruleika. Og á fund
konungsins sjálfs og drottningar
hans er okkur fylgt. Þau taka á
móti okkur, ekki í búnaði hins
steingervða bergkonungs, heldur
líki gestrisinna, íslenzkra hús-
bænda, eins og bezt verður á kos-
ið veglúnum langferðamönnum.
Kastalinn er ekki víggirtur háum
múrum né myrkum síkjum, heldur
stendur hann öllum opinn, sem
þörf hafa hvíldar og hressingar.
I