Dvöl - 01.01.1943, Síða 100
98
DVÖL
V.
Nú líður að leiðarlokum. Hinn
14. dagur ferðarinnar, laugar-
dagurinn 27. júní, rennur upp
heiður og fagur. „í morgunljóm-
ann er lagt af stað“, síðasta á-
fangann, úr Axarfirði og heim
yfir Jökulsárbrú, sem sveiflar
hestunum fram og til baka yfir
ólgandi iðukastinu, framhjá Ás-
byrgi, yfir Reykjaheiði um Blá-
skógaveg niður í Reykjahverfi.
Fögur örnefni og fögur útsýn
fylgjast að.
Við hófum ferð inn í fagurt
anddyri Austurfjalla. Við komum
út úr ævintýrahöllinni á öðrum
stað, um annað anddyri. Mývatns-
sveit hvarf að baki okkar við
brúnir Námafjalls. Nú breiðir Að-
aldalur, Kaldakinn og Reykja-
hverfi faðminn á móti okkur í
sólarljóma sígandi dags. Þoka belt-
ar sig í brúnum Kinnarfjalla.
Þriðja langförulasta fljót á íslandi
og fegursta á í heimi liggja glitr-
andi fyrir fótum okkar. Eftir sex
tíma harða ferð í sólskini og hita,
án þess að hestarnir fái að bragða
vatn, af þeirri einföldu ástæðu að
vatn er ekki til, komum við til
bæja i Reykjahverfi. Eftir að fer
að halla undan fæti niöur af
Reykjaheiði, og giijadrög og grafn-
ingar að vitna um vatnavexti í
vorleysingum, taka hestarnir á
rás. Þeir leita til allra átta eftir
þessu þráða frumskilyrði lífsins.
Og þegar að lokum þeir líta hið
glitrandi, tæra bergvatn byggðar-
innar framundan, rjúka þeir á
sprett, gleyma þreytu grýttrar
leiðar og svala þorsta afréttarinn-
ar af hjartans lyst.
Dagur er kominn að kveldi,
sólin sigin bak við Bakranga.
Beizli og hnakkar eru lagðir til
hliðar, svitastorkin bök og blakk-
ir makkar stroknir með saknaðar-
blöndnu þakklæti. Hinir ferfættu
félagar strjúka vangana við barm
okkar og ganga síðan út í hagann
heima, þann haga, sem þrá þeirra
seiddi þá til og er betri og ljúf-
fengari en allir aðrir hagar, ein-
ungis vegna þess, hver hann er.
Langri ferð er lokið, að heim-
an og heim. Ævintýrið á enda.
„The Icelandic
€anadian“
„The Icelandic Canadian Club“
heitir félagsskapur einn í Kanada,
skipaður fólki, sem af íslenzku
bergi er brotið.
Er Árni Eggertsson, sonur Árna
Eggertssonar fasteignasala í
Winnipeg, hins látna ágæta og
þjóðkunna íslendings, forseti hans.
Félagsmenn eru einkum þeir, er
eigi skilja til hlítar íslenzka tungu
eða kunna að beita henni, en vilja
þó sýna rækt sína við íslenzkt
þjóðerni og íslenzkan menningar-
arf, þótt með tilstyrk annars
tungumáls sé.
Síðastliðið sumar hóf félagið út-
gáfu tímarits á ensku, og nefnist